Keppni
Hér eru nöfn keppenda í forkeppni Kokkur ársins 2023
Keppnin um titilinn Kokkur ársins 2023 verður haldin 1. apríl næstkomandi í Ikea þar sem búast má við bestu kokkar landsins keppi sín á milli.
Forkeppni
Fyrst þurftu keppendur að skila inn uppskrift og mynd af rétt til að komast í forkeppnina (skilafrestur var 15. mars sl.) sem haldin verður 30. mars nk.
Hver uppskrift þurfti að innihalda bleikju, úthafsrækjur, rauðrófu, bygg og dill. Valnefnd, skipuð sex faglærðum dómurum, valdi nafnlaust þær uppskriftir sem þóttu lofa góðu þar sem mið var tekið af frumleika, nýtingu á hráefni, gæði ljósmyndar og útliti réttarins.
Nöfn keppenda í forkeppni Kokkur ársins 2023 eru:
- Gabríel Kristinn Bjarnason – Dill restaurant – Ísland.
- Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar – Ísland.
- Hugi Rafn Stefánsson – Lux veitingar – Ísland.
- Iðunn Sigurðardóttir – Brand Hafnartorg Gallerí – Ísland.
- Ísak Aron Jóhannsson – Zak veitingar – Ísland.
- Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Flóra veitingar – Ísland.
- Snædís Xyza Mae Ocampo – Ion Hotel – Ísland.
- Sveinn Steinsson – Efla Verkfræðistofa – Ísland.
- Wiktor Pálsson – Speilsalen – Noregur.
Verðlaun
Til mikils er að vinna, en Kokkur ársins 2023 er besti kokkur landslins árið 2023 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2024.
1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.
Forkeppni verður haldin í Ikea þann 30.mars og úrslit verða þann 1. apríl.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.
Mynd: Brynja Kr. Thorlacius
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin