Frétt
Hér eru handhafar Embluverðlaunanna, norrænna matvælaverðlauna
Embluverðlaunin, ný norræn matvælaverðlaun, hafa nú verið afhent í fyrsta sinn. Stoltir verðlaunahafar frá norrænu löndunum hafa veitt viðtöku verðlaunum í sjö mismunandi flokkum þar sem áhersla er lögð á hráefni, matvælahandverk, matarmiðlun og fólkið að baki matvælunum.
Að Emblu standa sex norræn landbúnaðarsambönd með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni. Verðlaunin eiga að stuðla að því að efla norræna matarmenningu og auka áhuga á norrænum matvælum utan Norðurlanda.
Stórsigur fyrir Færeyjar
Samkeppni var hörð og voru allt að sjö tilnefndir í hverjum flokki. Færeyingar standa með pálmann í höndunum eftir að hafa unnið til verðlauna í þremur flokkum.
Hin heimsþekkti kokkur Leif Sørensen, sem tók þátt í að skrifa yfirlýsingu um nýtt norrænt eldhús árið 2004, hlaut verðlaun í flokknum „Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017“.
„Þrenn norræn matarverðlaun til Færeyja á einni kvöldstund eru ekki svo lítið. Þetta er gott fyrir sjálfstraustið en sýnir einnig að við Færeyingar kunnum ýmislegt fyrir okkur og að við erum óðum að finna sjálfsmynd okkar“
, segir Leif.
Handhafar verðlaunanna
Hinir sjö handhafar Embluverðlaunanna 2017 eru:
Matur fyrir börn og ungmenni 2017:
Geitmyra Matkultursenter, Noregi
Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017:
Leif Sørensen, Fish Chips, Færeyjum
Matur fyrir marga 2017:
Annika Unt, Svíþjóð
Matarblaðamaður Norðurlanda 2017:
Michael Björklund, Smakbyn, Álandseyjum
Mataráfangastaður Norðurlanda 2017:
Heimablídni, Færeyjum
Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017:
Dímunargardur, Færeyjum
Matarfrumkvöðull Norðurlanda 2017:
Thomas Snellman, REKO, Finnlandi
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef norden.org hér.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra afhenti verðlaun í flokki hrávöruframleiðenda.
Mynd: bondi.is

Íslenski hópurinn á tröppum ráðhússins í Kaupmannahöfn þar sem verðlaunaafhendingin fór fram.
Mynd: bondi.is
Á heimasíðu bondi.is er skemmtileg umfjöllun um Emblu verðlaunin sem hægt er að lesa hér.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






