Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hér er tækifærið að hitta félagana í bransanum | Fyrir alla í veitingageiranum ekki bara félaga í KM
Meðlimir í Klúbbi Matreiðslumeistara ætla að fjölmenna á forsýningu á myndinni Burnt með Bradley Cooper í aðalhlutverki á fimmtudaginn 22. október í VIP salnum í Smárabíói.
Athugið að takmarkaður fjöldi sem kemst eða 65 sæti og gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá. ATH þetta er fyrir alla í veitingageiranum ekki bara félaga í KM.
Þessi hátíðlega bíóferð er í tilefni alþjóðardegi matreiðslumanna sem haldin er 20. október um heim allan.
Mæting er fimt. 22. okt. klukkan 18:00 í léttar veitingar en sýningin byrjar klukkutíma seinna eða klukkan 19:00 og eru herlegheitin á 3.500.- kr á mann og greiðist það við komu.
Mætt er í borgarlegum fötum á þennan viðburð og stefnan er að hafa skemmtilega kvöldstund með félögunum úr veitingabransanum.
Örn Svarfdal mun taka á móti pöntunum á netfanginu [email protected] eða í síma 660-4408
Um myndina:
Myndin fjallar um matreiðslumanninn Adam Jones sem hafði það allt en tapaði því öllu vegna eiturlyf, drykkju og stjörnustæla. Hann hefur unnið til tveggja Michelin stjarna og er einn af villingum Parísarborgar sem skeytti ekki um neitt nema spennuna um að skapa nýjar bragðsprengjur. Nú snýr hann aftur til London með von um að opna sinn veitingastað og ná í þriðju Michelin stjörnuna en til þess þarf hann að snúa við blaðinu og halda sig á mottunni.
Aðalhlutverk eru í höndum:
- Bradley Cooper -Þekktastur fyrir: American Sniper (2014) American Hustle (2013) The hangover 1, 2 og 3.
- Sienna Miller – Þekktust fyrir: American Sniper (2014) GI Joe (2009), A case of you (2013).
- Omar Sy – Þekktastur fyrir: Untouchable (2011), X-Men: Days of Future Past (2014) Jurassic World (2015).
Stikla úr myndinni:
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt6 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn4 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni5 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir3 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn2 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






