Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hér er tækifærið að hitta félagana í bransanum | Fyrir alla í veitingageiranum ekki bara félaga í KM
Meðlimir í Klúbbi Matreiðslumeistara ætla að fjölmenna á forsýningu á myndinni Burnt með Bradley Cooper í aðalhlutverki á fimmtudaginn 22. október í VIP salnum í Smárabíói.
Athugið að takmarkaður fjöldi sem kemst eða 65 sæti og gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá. ATH þetta er fyrir alla í veitingageiranum ekki bara félaga í KM.
Þessi hátíðlega bíóferð er í tilefni alþjóðardegi matreiðslumanna sem haldin er 20. október um heim allan.
Mæting er fimt. 22. okt. klukkan 18:00 í léttar veitingar en sýningin byrjar klukkutíma seinna eða klukkan 19:00 og eru herlegheitin á 3.500.- kr á mann og greiðist það við komu.
Mætt er í borgarlegum fötum á þennan viðburð og stefnan er að hafa skemmtilega kvöldstund með félögunum úr veitingabransanum.
Örn Svarfdal mun taka á móti pöntunum á netfanginu [email protected] eða í síma 660-4408
Um myndina:
Myndin fjallar um matreiðslumanninn Adam Jones sem hafði það allt en tapaði því öllu vegna eiturlyf, drykkju og stjörnustæla. Hann hefur unnið til tveggja Michelin stjarna og er einn af villingum Parísarborgar sem skeytti ekki um neitt nema spennuna um að skapa nýjar bragðsprengjur. Nú snýr hann aftur til London með von um að opna sinn veitingastað og ná í þriðju Michelin stjörnuna en til þess þarf hann að snúa við blaðinu og halda sig á mottunni.
Aðalhlutverk eru í höndum:
- Bradley Cooper -Þekktastur fyrir: American Sniper (2014) American Hustle (2013) The hangover 1, 2 og 3.
- Sienna Miller – Þekktust fyrir: American Sniper (2014) GI Joe (2009), A case of you (2013).
- Omar Sy – Þekktastur fyrir: Untouchable (2011), X-Men: Days of Future Past (2014) Jurassic World (2015).
Stikla úr myndinni:
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024