Keppni
Heimsmeistarakeppnin í Lúxemborg hafin
Núna klukkan 12:00 hófst vinna við matreiðsluna í heimsmeistarakeppni í matreiðslu en hún fer fram í Luxexpo keppnishöllinni í Lúxemborg um alla helgina. Keppnin hófs í raun þegar dyrnar opnuðust á klukkan 10:00 í morgun og þá byrjuðu dómararnir að fylgjast með keppnisliðunum og dæma.
Undirbúningur í morgun
„Nú er þetta í höndunum á krökkunum sem eru búin að vera ljóndugleg í öllum undirbúningnum. Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu hjá þeim og það er tilhlökkun og spenna í hópnum“,
sagði Björn Bragi Bragason Forseti Klúbbs matreiðslumanna.
„Liðin hafa nú sex tíma til að klára að matreiða máltíðina“
En hún verður borin á borð klukkan 18:00.
Í heita eldhúsinu
Íslenska kokkalandsliðið fylgir eftir framúrskarandi árangri liðsins frá síðasta móti sem skilaði liðinu í 5. sæti.
Sjá einnig: Íslenska Kokkalandsliðið í 5. sæti | Besti árangur Íslands hingað til
Verndari landsliðiðsins er engin önnur en Eliza Reid forsetafrú sem er að sjálfsögðu komin til Lúxemborg til að fylgja liðinu og hvetja það áfram. Hún leit við á æfingu hjá landsliðinu undir kvöld í gær og fékk að skoða undirbúninginn.
Mynd: facebook / Kokkalandsliðið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús














