Vertu memm

Frétt

Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða hækkar

Birting:

þann

Mjólk - Cappucino

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. apríl 2022:

  • Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 6,60%, úr 104,96 kr./ltr í 111,89 kr./ltr.

Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 4. apríl 2022:

  • Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar almennt um 4,47%.

Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun 1. desember 2021. Frá síðustu verðákvörðun til marsmánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 6,60%, að meðtalinni verðhækkun áburðar sem jafnan er reiknuð í júní.

Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 2,14% og er það grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði.

Verðákvörðun verður tekin til endurskoðunar í maí þegar fyllri skoðun vafaatriðum er tengjast sérstökum stuðningi sem greiddur var til móts við áburðarverðhækkanir liggur fyrir.

Sjá nánar: Verðlagsnefnd búvara

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið