Frétt
Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða hækkar
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. apríl 2022:
- Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 6,60%, úr 104,96 kr./ltr í 111,89 kr./ltr.
Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 4. apríl 2022:
- Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar almennt um 4,47%.
Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun 1. desember 2021. Frá síðustu verðákvörðun til marsmánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 6,60%, að meðtalinni verðhækkun áburðar sem jafnan er reiknuð í júní.
Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 2,14% og er það grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði.
Verðákvörðun verður tekin til endurskoðunar í maí þegar fyllri skoðun vafaatriðum er tengjast sérstökum stuðningi sem greiddur var til móts við áburðarverðhækkanir liggur fyrir.
Sjá nánar: Verðlagsnefnd búvara
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana