Uppskriftir
Harissa kryddaðar franskar með Tzatzikisósu – Smellpassar með grillmat
Algjörlega ómótstæðilegar franskar kartöflur með smá „kicki“ sem smellpassa með til dæmis grillmat eða kjúkling. Þetta er uppáhalds leiðin mín til að bera fram franskar kartöflur og Tzatzikisósan er ómissandi með.
Sem meðlæti fyrir 2:
Japanskt majónes, 40 ml
Sýrður rjómi, 40 ml
Tzatziki kryddblanda, 2 tsk / Kryddhúsið
Salt eftir smekk
Franskar kartöflur, 400 g / Ég nota Aviko Super Crunch
Marokkósk harissa kryddblanda, 0,5 tsk / Kryddhúsið
Hvítlauksduft, 0,5 tsk / Kryddhúsið
Paprikuduft, 0,5 tsk / Kryddhúsið
Kóríander eða steinselja, 3 g
Aðferð:
Hrærið saman majónes, sýrðan rjóma og Tzatziki kryddblöndu. Smakkið til með salti og geymið í kæli.
Setjið frönsku kartöflurnar í stóra skál og veltið upp úr olíu og salti.
Dreifið frönsku kartöflunum yfir bökunarplötu með ofnpappír og bakið eftir leiðbeningum á umbúðum en hrærið í 2-3 yfir bökunartímann.
Saxið kóríander eða steinselju mjög smátt.
Færið bökuðu frönsku kartöflurnar í stóra skál á meðan þær eru enn heitar og kryddið með harissa kryddi, hvítlauksduft og papriku. Veltið kartöflunum vel upp úr kryddinu og stráið söxuðum kóríander eða steinselju yfir og blandið saman við frönsku kartöflurnar.
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






