Frétt
Harðfisksúpa valin besti þjóðlegi rétturinn
Harðfisksúpa er sigurréttur hugmyndasamkeppninnar Þjóðlegir réttir á okkar veg, en úrslitin voru tilkynnt í gær Mathöll Granda af Elizu Reid forsetafrú og verndara kokkalandsliðsins. (LUM) Dómnefnd valdi fimm áhugaverðustu réttina úr hundrað og sjö innsendum uppskriftum en vinsælasti rétturinn var svo valinn í netkosningu og var markmiðið að velja þjóðlegan rétt sem yrði í boði á veitingastöðum við þjóðvegi um land allt.
Nánari og skemmtileg umfjöllun er hægt að nálgast á vef visir.is hér.
Harðfisksúpa – Uppskrift
Tær grænmetis-bollasúpa útbúin, ca 1 lítri.
Út í hana eru sett 200 g af smátt niðurskornum harðfiski og 50 g af rækjum, Soðið í 1 mín, tilbúið.
Þessi hugmynd þótti svo athyglisverð að nemar í Hótel- og matvælaskólanum tóku hana í gegnum þróunarferli. Hér kemur þeirra útfærsla.
Harðfiskssúpa fyrir 6 manns
Súpa
- 1 l grænmetissoð
- 1 l skelfisksoð
- 200 g beltisþari
- 200 g söl
- 200 g fjallagrös
- kryddað með þurrkaðri sæbjúga (val)
- 100 g harðfiskur (ýsa)
Aðferð
- Öllu blandað saman soðið upp og látið standa í 1,5 klst.
Meðlæti
- 300 g úthafsrækja
- 150 g harðfiskur
- 50 g söl
- Aðferð
- Rækjan er krydduð með sítrónusafa, dillolíu og salti. Söl og harðfiskur er þurrkaður og síðan sett í kaffikvörn og búið til úr þessu fín mylsna. Framreitt í djúpum disk.
Allar uppskriftir frá keppninni er hægt að nálgast á heimasíðu www.mataraudur.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF