Frétt
Harðfisksúpa valin besti þjóðlegi rétturinn
Harðfisksúpa er sigurréttur hugmyndasamkeppninnar Þjóðlegir réttir á okkar veg, en úrslitin voru tilkynnt í gær Mathöll Granda af Elizu Reid forsetafrú og verndara kokkalandsliðsins. (LUM) Dómnefnd valdi fimm áhugaverðustu réttina úr hundrað og sjö innsendum uppskriftum en vinsælasti rétturinn var svo valinn í netkosningu og var markmiðið að velja þjóðlegan rétt sem yrði í boði á veitingastöðum við þjóðvegi um land allt.
Nánari og skemmtileg umfjöllun er hægt að nálgast á vef visir.is hér.
Harðfisksúpa – Uppskrift
Tær grænmetis-bollasúpa útbúin, ca 1 lítri.
Út í hana eru sett 200 g af smátt niðurskornum harðfiski og 50 g af rækjum, Soðið í 1 mín, tilbúið.
Þessi hugmynd þótti svo athyglisverð að nemar í Hótel- og matvælaskólanum tóku hana í gegnum þróunarferli. Hér kemur þeirra útfærsla.
Harðfiskssúpa fyrir 6 manns
Súpa
- 1 l grænmetissoð
- 1 l skelfisksoð
- 200 g beltisþari
- 200 g söl
- 200 g fjallagrös
- kryddað með þurrkaðri sæbjúga (val)
- 100 g harðfiskur (ýsa)
Aðferð
- Öllu blandað saman soðið upp og látið standa í 1,5 klst.
Meðlæti
- 300 g úthafsrækja
- 150 g harðfiskur
- 50 g söl
- Aðferð
- Rækjan er krydduð með sítrónusafa, dillolíu og salti. Söl og harðfiskur er þurrkaður og síðan sett í kaffikvörn og búið til úr þessu fín mylsna. Framreitt í djúpum disk.
Allar uppskriftir frá keppninni er hægt að nálgast á heimasíðu www.mataraudur.is
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000