Uppskriftir
Hangikjöt með uppstúf
Hráefni
Uppstúfur:
750 ml mjólk
250 ml rjómi
50 g smjör
50 g hveiti
3 msk. sykur
Aðferð
Hangikjöt:
Takið hangikjötið úr kæli 6 tímum fyrir eldun. Setjið kjötið í pott með köldu vatni, hleypið upp suðunni og látið sjóða vægt við um 100°C í 30 mínútur.
Dragið síðan til hliðar og látið kólna í soðinu. Ef á að borða kjötið volgt eða heitt er það sett aftur á helluna og hitað upp.
Ástæðan er sú að meðan kjötið er að kólna í soðinu heldur það áfram að eldast og kjötið verður meyrt og safaríkt.
Uppstúfur:
Bræðið smjörið í potti, blandið hveitinu saman við þannig að til verði smjörbolla. Bætið þá mjólkinni út í hægt og rólega og hrærið stanslaust þar til öll mjólkin er komin út í. Látið sjóða við vægan hita (ekki bullsjóða) þar til hveitibragðið er horfið, bætið þá sykrinum og rjómanum út í, dragið til hliðar og látið jafna sig í 3-4 mínútur.
Höfundur er Sverrir Þór matreiðslumeistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






