Uppskriftir
Hangikjöt með uppstúf
Hráefni
Uppstúfur:
750 ml mjólk
250 ml rjómi
50 g smjör
50 g hveiti
3 msk. sykur
Aðferð
Hangikjöt:
Takið hangikjötið úr kæli 6 tímum fyrir eldun. Setjið kjötið í pott með köldu vatni, hleypið upp suðunni og látið sjóða vægt við um 100°C í 30 mínútur.
Dragið síðan til hliðar og látið kólna í soðinu. Ef á að borða kjötið volgt eða heitt er það sett aftur á helluna og hitað upp.
Ástæðan er sú að meðan kjötið er að kólna í soðinu heldur það áfram að eldast og kjötið verður meyrt og safaríkt.
Uppstúfur:
Bræðið smjörið í potti, blandið hveitinu saman við þannig að til verði smjörbolla. Bætið þá mjólkinni út í hægt og rólega og hrærið stanslaust þar til öll mjólkin er komin út í. Látið sjóða við vægan hita (ekki bullsjóða) þar til hveitibragðið er horfið, bætið þá sykrinum og rjómanum út í, dragið til hliðar og látið jafna sig í 3-4 mínútur.
Höfundur er Sverrir Þór matreiðslumeistari
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






