Uppskriftir
Hangikjöt með uppstúf
Hráefni
Uppstúfur:
750 ml mjólk
250 ml rjómi
50 g smjör
50 g hveiti
3 msk. sykur
Aðferð
Hangikjöt:
Takið hangikjötið úr kæli 6 tímum fyrir eldun. Setjið kjötið í pott með köldu vatni, hleypið upp suðunni og látið sjóða vægt við um 100°C í 30 mínútur.
Dragið síðan til hliðar og látið kólna í soðinu. Ef á að borða kjötið volgt eða heitt er það sett aftur á helluna og hitað upp.
Ástæðan er sú að meðan kjötið er að kólna í soðinu heldur það áfram að eldast og kjötið verður meyrt og safaríkt.
Uppstúfur:
Bræðið smjörið í potti, blandið hveitinu saman við þannig að til verði smjörbolla. Bætið þá mjólkinni út í hægt og rólega og hrærið stanslaust þar til öll mjólkin er komin út í. Látið sjóða við vægan hita (ekki bullsjóða) þar til hveitibragðið er horfið, bætið þá sykrinum og rjómanum út í, dragið til hliðar og látið jafna sig í 3-4 mínútur.
Höfundur er Sverrir Þór matreiðslumeistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi