Vertu memm

Uppskriftir

Hangikjöt með uppstúf

Birting:

þann

Hráefni
Uppstúfur:
750 ml mjólk
250 ml rjómi
50 g smjör
50 g hveiti
3 msk. sykur

Aðferð

Hangikjöt:
Takið hangikjötið úr kæli 6 tímum fyrir eldun. Setjið kjötið í pott með köldu vatni, hleypið upp suðunni og látið sjóða vægt við um 100°C í 30 mínútur.

Dragið síðan til hliðar og látið kólna í soðinu. Ef á að borða kjötið volgt eða heitt er það sett aftur á helluna og hitað upp.

Ástæðan er sú að meðan kjötið er að kólna í soðinu heldur það áfram að eldast og kjötið verður meyrt og safaríkt.

Uppstúfur:
Bræðið smjörið í potti, blandið hveitinu saman við þannig að til verði smjörbolla. Bætið þá mjólkinni út í hægt og rólega og hrærið stanslaust þar til öll mjólkin er komin út í. Látið sjóða við vægan hita (ekki bullsjóða) þar til hveitibragðið er horfið, bætið þá sykrinum og rjómanum út í, dragið til hliðar og látið jafna sig í 3-4 mínútur.

Höfundur er Sverrir Þór matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið