Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hamrafoss Café í vetrardvala – opnar aftur vorið 2026

Birting:

þann

Hamrafoss Café

Hamrafoss Café við Foss á Síðu lauk sumaropnun sinni laugardaginn 6. september og fór þar með í hefðbundinn vetrardvala. Kaffihúsið er opið yfir sumarið og nýtur mikilla vinsælda meðal bæði ferðamanna og heimamanna sem sækja sér hressingu í notalegu umhverfi með útsýni yfir hinn tignarlega foss.

Hamrafoss Café

Það er álit margra að mikil menningarauki fylgir því að hafa þetta fína kaffihús í Skaftárhreppi. Gestir kunnu vel að meta heimabakaðar kræsingar, vöfflur og góðan kaffibolla.

Nú bíður staðurinn í kyrrð vetrarins. Stólarnir standa auðir en fossinn heldur áfram að renna sína leið. Íbúar og gestir svæðisins bíða spenntir eftir því að Hamrafoss Café opni dyr sínar á ný þegar vorar árið 2026.

Myndir: facebook / Hamrafoss Café 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið