Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hamrafoss Café í vetrardvala – opnar aftur vorið 2026
Hamrafoss Café við Foss á Síðu lauk sumaropnun sinni laugardaginn 6. september og fór þar með í hefðbundinn vetrardvala. Kaffihúsið er opið yfir sumarið og nýtur mikilla vinsælda meðal bæði ferðamanna og heimamanna sem sækja sér hressingu í notalegu umhverfi með útsýni yfir hinn tignarlega foss.
Það er álit margra að mikil menningarauki fylgir því að hafa þetta fína kaffihús í Skaftárhreppi. Gestir kunnu vel að meta heimabakaðar kræsingar, vöfflur og góðan kaffibolla.
Nú bíður staðurinn í kyrrð vetrarins. Stólarnir standa auðir en fossinn heldur áfram að renna sína leið. Íbúar og gestir svæðisins bíða spenntir eftir því að Hamrafoss Café opni dyr sínar á ný þegar vorar árið 2026.
Myndir: facebook / Hamrafoss Café
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar15 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra









