Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hamborgari til heiðurs Stefáni Karli – „Síðasta kvöldmáltíðin“
Nú er langþráður draumur að rætast og borgarinn STEFÁN KARL undirtitill „Síðasta kvöldmáltíðin“ (tillaga Stefáns Karls) lítur dagsins ljós í byrjun júní hjá Íslensku Hamborgarafabrikkunni.
Í tilkynningu frá Sprettu segir að fyrir réttu ári síðan hófst samstarf Stefáns Karls við Íslensku Hamborgarafabrikkuna um framleiðslu á hamborgara í hans nafni framreiddan með sprettum ræktuðum af Spretta.
„Nú vorum við að smakka endanlegan borgara eftir mikla yfirlegu og dýrðlegar smakkstundir og kjúklingaborgarinn er hreint út sagt geggjaður. Matreiðslumeistararnir á Hamborgarafabrikkunni kunna þetta svo sannarlega!
Sósan er sturlað Sprettumayo og svo er borgarinn borin fram með spriklandi ferskum sprettum. Við erum spennt og stolt af því að ýta þessu verkefni úr vör. Þið getið látið ykkur hlakka til!“
Að því er fram kemur í tilkynningu hjá Sprettu.
Mynd: facebook / Spretta

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn