Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Hamborgarbúlla Tómasar í London slær í gegn með mjólkurhristing frá Íslandi

Birting:

þann

Ís frá Hveragerði vekur lukku á Búllunni í London

Lundúnabúar kunna að meta íslenska ísinn

Lundúnabúar kunna að meta íslenska ísinn

Hamborgarbúlla Tómasar í London, sem nefnist Tommi’s Burger Joint upp á engilsaxnesku, hóf nýverið að selja mjólkurhristinga framleidda úr íslenskri ísblöndu.  Ísblandan er framleidd hjá Kjörís í Hveragerði en þetta mun vera í fyrsta sinn sem ís frá Kjörís er seldur utan landssteinanna.

Tómas A. Tómasson (Tommi) og félagar á Hamborgarabúllunni vildu bjóða viðskiptavinum búllunnar í London upp á mjólkurhristinga, rétt eins og þeir gera hér á landi. Eftir mikla leit í London og nágrenni að rétta ísnum þar sem enginn ís uppfyllti kröfur þeirra ákváðu þeir að óska eftir að fá að flytja út íslenskan ís frá Kjörís.  Að sögn Tomma er Kjörísinn bæði bragðbetri og ferskari en enski ísinn.

Hamborgari og sjeik er góð blanda

Hamborgari og sjeik er góð blanda

Skemmst er frá því að segja að íslenski mjólkurhristingurinn hefur slegið í gegn hjá viðskiptavinum Tommis‘s Burger Joint. Sumir þeirra hafa tekið upp á því að hrósa mjólkurhristingnum á Twitter, sérstaklega þeim sem er með kaffibragði. Segir einn: „Mig dreymir um mjólkurhristinginn með kaffibragði hjá Hamborgarabúllunni. Hann ásækir mig.“ Annar segist hafa smakkað súkkulaðihristinginn en hann hafi heyrt að hann verði að smakka íshristinginn með kaffibragðinu. „Íslenskur ís er bestur!“

Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís segir að góðar viðtökur við framleiðslu fyrirtækisins í Lundúnum hafi komið starfsfólki ísverksmiðjunnar í opna skjöldu. „Við höfum nú aldrei séð tækifæri til að standa í útrás fyrr og höfum bara framleitt fyrir íslenskan markað, auk þess að flytja inn Ben&Jerry‘s og Magnum, en hver veit nema það eigi eftir að breytast í framtíðinni. Við munum allavega að framleiða áfram fyrir búllurnar hans Tomma, þar sem þær opna. Svo er spurning hvort að það leiði til einhverra frekari fyrirspurna,“ segir Guðrún.

kjoris_twitter3kjoris_twitter2kjoris_twitter1

 

Til stendur að opna nýja Hamborgarabúllu í Berlín innan skamms og þá mun koma í ljós hvernig Þjóðverjum líkar við íslensku mjólkurhristingana sem vakið hafa lukku hjá ensku gestunum.

 

Myndir: Aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið