Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hamborgarbúlla Tómasar í London slær í gegn með mjólkurhristing frá Íslandi
Hamborgarbúlla Tómasar í London, sem nefnist Tommi’s Burger Joint upp á engilsaxnesku, hóf nýverið að selja mjólkurhristinga framleidda úr íslenskri ísblöndu. Ísblandan er framleidd hjá Kjörís í Hveragerði en þetta mun vera í fyrsta sinn sem ís frá Kjörís er seldur utan landssteinanna.
Tómas A. Tómasson (Tommi) og félagar á Hamborgarabúllunni vildu bjóða viðskiptavinum búllunnar í London upp á mjólkurhristinga, rétt eins og þeir gera hér á landi. Eftir mikla leit í London og nágrenni að rétta ísnum þar sem enginn ís uppfyllti kröfur þeirra ákváðu þeir að óska eftir að fá að flytja út íslenskan ís frá Kjörís. Að sögn Tomma er Kjörísinn bæði bragðbetri og ferskari en enski ísinn.
Skemmst er frá því að segja að íslenski mjólkurhristingurinn hefur slegið í gegn hjá viðskiptavinum Tommis‘s Burger Joint. Sumir þeirra hafa tekið upp á því að hrósa mjólkurhristingnum á Twitter, sérstaklega þeim sem er með kaffibragði. Segir einn: „Mig dreymir um mjólkurhristinginn með kaffibragði hjá Hamborgarabúllunni. Hann ásækir mig.“ Annar segist hafa smakkað súkkulaðihristinginn en hann hafi heyrt að hann verði að smakka íshristinginn með kaffibragðinu. „Íslenskur ís er bestur!“
Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís segir að góðar viðtökur við framleiðslu fyrirtækisins í Lundúnum hafi komið starfsfólki ísverksmiðjunnar í opna skjöldu. „Við höfum nú aldrei séð tækifæri til að standa í útrás fyrr og höfum bara framleitt fyrir íslenskan markað, auk þess að flytja inn Ben&Jerry‘s og Magnum, en hver veit nema það eigi eftir að breytast í framtíðinni. Við munum allavega að framleiða áfram fyrir búllurnar hans Tomma, þar sem þær opna. Svo er spurning hvort að það leiði til einhverra frekari fyrirspurna,“ segir Guðrún.
Til stendur að opna nýja Hamborgarabúllu í Berlín innan skamms og þá mun koma í ljós hvernig Þjóðverjum líkar við íslensku mjólkurhristingana sem vakið hafa lukku hjá ensku gestunum.
Myndir: Aðsendar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa