Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hamborgarafabrikkan kynnir nýjan hamborgara með pomp og prakt
Þessi einstaki hamborgari hefur mjög sérstakt og afgerandi nafn. Hann er settur saman af mjög sérstöku tilefni og er skírður í höfuðið á vinsælu dægurlagi
, en þessi og aðrar færslur hafa birst á facebook síðu Íslensku Hamborgarafabrikkunnar síðastliðna daga, en hér er um að ræða kynning á nýjum hamborgara staðarins. Nýi hamborgarinn verður vígður með pomp og prakt í hádeginu í dag fimmtudaginn 26. sept. við sérstakri vígsluathöfn og heitir hamborgarinn Draumurinn eftir samnefndu lagi Sálarinnar.
Að því tilefni ætlar Sálin hans Jóns míns taka lagið fyrir hádegisgestir Fabrikkunnar á Höfðatorgi í dag, en sveitin fagnar nú aldarfjórðungsafmæli og verða haldnir viðhafnartónleikar í Hörpu laugardagskvöldið 9. nóvember 2013.
Eftirfarandi lýsing á nýja hamborgaranum er fengin af facebook síðu Hamborgarafabrikkunnar:
DRAUMURINN er steikarborgari úr 100% hreinni íslenskri nautalund sem er grófhökkuð og blönduð hreinni nautafitu (14%). Hann er svo gómsætur að hann er borinn fram „nakinn“ í sesamlausu brauði með einungis bræddum osti á toppnum. Honum fylgir svo mjög spennandi nýjung – Trufflubernaisesósa. Þeir sem vilja gjörsamlega trylla bragðlaukana geta valið að bæta ofaná hann sneið af steiktri, franskri andalifur (Foie Gras) – sem er stolt franskrar matargerðarlistar.
Mynd: af facebook síðu Hamborgarafabrikkunnar.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.