Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hákon bakari fór á kostum í þættinum Á tæpasta vaði – Hlaðvarp
Ellefti þáttur af Á tæpasta vaði fór í loftið nú á dögunum, þar sem þáttastjórnendur fengu Hákon Hilmarsson bakara, betur þekktur sem Rauði Baróninn, í heimsókn og fræddi hann þá um bakaragreinina, köttinn sinn og vandamálið við útivistartímann á kisunni, Idol drauminn og svo tók hann lagið.
Eitt af áhugamálum Hákonar er fótbolti og spilar hann með meistaraflokki í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar (KF) og ræðir hann um feril sinn í fótboltanum og margt fleira.
Hákon starfar hjá Aðalbakaranum á Siglufirði. Hákon byrjaði að læra fræðin sín árið 2015 og fór námið að mestu leyti fram í Aðalbakaríinu, að undanskildum tveimur önnum í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.
Hákon sigraði í nemakeppni í bakstri árið 2019:
Sjá einnig: Hákon sigraði í nemakeppni í bakstri 2019
Hákon útskrifaðist síðan með sveinspróf í bakstri vorið 2020.
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í spilaranum hér að neðan:
Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro