Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hákon bakari fór á kostum í þættinum Á tæpasta vaði – Hlaðvarp

Birting:

þann

Nemakeppni Kornax í bakstri 2019

Ellefti þáttur af Á tæpasta vaði fór í loftið nú á dögunum, þar sem þáttastjórnendur fengu Hákon Hilmarsson bakara, betur þekktur sem Rauði Baróninn, í heimsókn og fræddi hann þá um bakaragreinina, köttinn sinn og vandamálið við útivistartímann á kisunni, Idol drauminn og svo tók hann lagið.

Eitt af áhugamálum Hákonar er fótbolti og spilar hann með meistaraflokki í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar (KF) og ræðir hann um feril sinn í fótboltanum og margt fleira.

Hákon starfar hjá Aðalbakaranum á Siglufirði.  Hákon byrjaði að læra fræðin sín árið 2015 og fór námið að mestu leyti fram í Aðalbakaríinu, að undanskildum tveimur önnum í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.

Nemakeppni Kornax í bakstri 2019

Hákon Hilmarsson í nemakeppninni

Hákon sigraði í nemakeppni í bakstri árið 2019:

Sjá einnig: Hákon sigraði í nemakeppni í bakstri 2019

Myndir frá keppninni hér.

Hákon útskrifaðist síðan með sveinspróf í bakstri vorið 2020.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í spilaranum hér að neðan:

Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið