Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hákon bakari fór á kostum í þættinum Á tæpasta vaði – Hlaðvarp
Ellefti þáttur af Á tæpasta vaði fór í loftið nú á dögunum, þar sem þáttastjórnendur fengu Hákon Hilmarsson bakara, betur þekktur sem Rauði Baróninn, í heimsókn og fræddi hann þá um bakaragreinina, köttinn sinn og vandamálið við útivistartímann á kisunni, Idol drauminn og svo tók hann lagið.
Eitt af áhugamálum Hákonar er fótbolti og spilar hann með meistaraflokki í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar (KF) og ræðir hann um feril sinn í fótboltanum og margt fleira.
Hákon starfar hjá Aðalbakaranum á Siglufirði. Hákon byrjaði að læra fræðin sín árið 2015 og fór námið að mestu leyti fram í Aðalbakaríinu, að undanskildum tveimur önnum í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.
Hákon sigraði í nemakeppni í bakstri árið 2019:
Sjá einnig: Hákon sigraði í nemakeppni í bakstri 2019
Hákon útskrifaðist síðan með sveinspróf í bakstri vorið 2020.
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í spilaranum hér að neðan:
Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







