Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hagkaup opnar veisluþjónustu
Veisluréttir er ný þjónusta sem Hagkaup kynnir til leiks en um er að ræða nýja veisluþjónustu þar sem boðið er upp á bragðmikla og gómsæta veislurétti. Veislubakkar Veislurétta samanstanda af ljúffengum smábitum sem henta beint á veisluborðið.
Í boði er úrval rétta fyrir hvaða tækifæri sem er: Gómsæt kjúklingaspjót, brakandi tempura rækjur, vorrúllur, vefjur og sætir bitar sem eru alltaf vinsælir, ásamt Origami sushi og smurbrauðs úrvali.
Pantað er í gegnum www.hagkaup.is og hægt er að sækja veisluna í Hagkaup Smáralind eða fá heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.
„Undanfarna mánuði höfum við unnið hörðum höndum að því búa til glæsilega veisluþjónustu og kynnum með stolti Veislurétti Hagkaups. Við höfum framleitt smurbrauð, salöt, vefjur og sushi á hverjum degi í nokkur ár og við vildum bjóða okkar viðskiptavinum upp á þá nýjung að geta pantað þessar frábæru vörur í veislubökkum hjá okkur.
Það var kveikjan að veisluþjónustunni sem við opnum í dag.
Veislubakkarnir eru fjölbreyttir, gómsætir og á góðu verði sem skiptir okkur miklu máli. Við hugsuðum einnig mikið út í útlit bakkanna og öll smáatriði.
Okkar hugmynd er sú að viðskiptavinurinn þurfi einfaldlega að leggja fallegan bakka á borðið og segja „gjörið þið svo vel“. Við erum spennt að fylgjast með þróun Veislurétta og hvernig þessi nýja viðbót okkar muni blómstra,“
segir Eva Laufey Kjaran markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.