Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hagkaup opnar veisluþjónustu
Veisluréttir er ný þjónusta sem Hagkaup kynnir til leiks en um er að ræða nýja veisluþjónustu þar sem boðið er upp á bragðmikla og gómsæta veislurétti. Veislubakkar Veislurétta samanstanda af ljúffengum smábitum sem henta beint á veisluborðið.
Í boði er úrval rétta fyrir hvaða tækifæri sem er: Gómsæt kjúklingaspjót, brakandi tempura rækjur, vorrúllur, vefjur og sætir bitar sem eru alltaf vinsælir, ásamt Origami sushi og smurbrauðs úrvali.
Pantað er í gegnum www.hagkaup.is og hægt er að sækja veisluna í Hagkaup Smáralind eða fá heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.
„Undanfarna mánuði höfum við unnið hörðum höndum að því búa til glæsilega veisluþjónustu og kynnum með stolti Veislurétti Hagkaups. Við höfum framleitt smurbrauð, salöt, vefjur og sushi á hverjum degi í nokkur ár og við vildum bjóða okkar viðskiptavinum upp á þá nýjung að geta pantað þessar frábæru vörur í veislubökkum hjá okkur.
Það var kveikjan að veisluþjónustunni sem við opnum í dag.
Veislubakkarnir eru fjölbreyttir, gómsætir og á góðu verði sem skiptir okkur miklu máli. Við hugsuðum einnig mikið út í útlit bakkanna og öll smáatriði.
Okkar hugmynd er sú að viðskiptavinurinn þurfi einfaldlega að leggja fallegan bakka á borðið og segja „gjörið þið svo vel“. Við erum spennt að fylgjast með þróun Veislurétta og hvernig þessi nýja viðbót okkar muni blómstra,“
segir Eva Laufey Kjaran markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla