Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hagkaup opnar veisluþjónustu
Veisluréttir er ný þjónusta sem Hagkaup kynnir til leiks en um er að ræða nýja veisluþjónustu þar sem boðið er upp á bragðmikla og gómsæta veislurétti. Veislubakkar Veislurétta samanstanda af ljúffengum smábitum sem henta beint á veisluborðið.
Í boði er úrval rétta fyrir hvaða tækifæri sem er: Gómsæt kjúklingaspjót, brakandi tempura rækjur, vorrúllur, vefjur og sætir bitar sem eru alltaf vinsælir, ásamt Origami sushi og smurbrauðs úrvali.
Pantað er í gegnum www.hagkaup.is og hægt er að sækja veisluna í Hagkaup Smáralind eða fá heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.
„Undanfarna mánuði höfum við unnið hörðum höndum að því búa til glæsilega veisluþjónustu og kynnum með stolti Veislurétti Hagkaups. Við höfum framleitt smurbrauð, salöt, vefjur og sushi á hverjum degi í nokkur ár og við vildum bjóða okkar viðskiptavinum upp á þá nýjung að geta pantað þessar frábæru vörur í veislubökkum hjá okkur.
Það var kveikjan að veisluþjónustunni sem við opnum í dag.
Veislubakkarnir eru fjölbreyttir, gómsætir og á góðu verði sem skiptir okkur miklu máli. Við hugsuðum einnig mikið út í útlit bakkanna og öll smáatriði.
Okkar hugmynd er sú að viðskiptavinurinn þurfi einfaldlega að leggja fallegan bakka á borðið og segja „gjörið þið svo vel“. Við erum spennt að fylgjast með þróun Veislurétta og hvernig þessi nýja viðbót okkar muni blómstra,“
segir Eva Laufey Kjaran markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit