Vertu memm

Frétt

Hætt við að afnema löggildingu bakara?

Birting:

þann

Brauð - Bakari - Hveiti

Nú fyrir stuttu birtist frétt hér á veitingageirinn.is um að Angel Gurría, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), nefndi sérstaklega þegar hann fór yfir reglur sem þyrfti að endurskoða á Íslandi til að draga úr óþarfa reglum og stuðla að aukinni samkeppni var afnám löggildingar fyrir bakara.

Sjá einnig:

Vill afnema löggildingu bakara hér á landi

Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks er að finna í Samráðsgátt stjórnvalda, en í frumvarpinu er m.a. horft til nýlegrar skýrslu OECD.

Þar er meðal annars lagt til að viðurkenningu bókara verði hætt og brottfall laga um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

Í frumvarpinu er hins vegar ekki lagt til breytingar er varða lögverndun bakara.

Sjá einnig:

Að hengja bakara

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið