Vertu memm

Uppskriftir

Gulrófumarmelaði

Birting:

þann

Marmelaði

1 kg. gulrófur (rófur)
2 sítrónur (má nota sítrónusýru)
800 gr sykur
200 gr aprikósur
Vatn svo fljóti yfir
4 dl. gulrófusoð

Aðferð:

Rófurnar eru skornar í mjóar ræmur. Soðnar meyrar í vatni, svo aðeins fljóti yfir. Soðið síað frá.

Sykurinn soðinn í 4 dl af soðinu og rófurnar settar út í það, að nýju, ásamt brytjuðum ávöxtum.

Soðið þar til það er þykkt og samfellt. Ef sítrónusýra er notuð skal setja hana út í að lokinni suðu.

Á sama hátt má búa til mauk úr gulrótum ( Gulrótarmarmelaði ). Þetta marmelaði er notað ofaná brauð einsamalt, eða ásamt kjötáleggi t.d rúllupylsu eða steik.

Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið