Uppskriftir
Gulrófumarmelaði
1 kg. gulrófur (rófur)
2 sítrónur (má nota sítrónusýru)
800 gr sykur
200 gr aprikósur
Vatn svo fljóti yfir
4 dl. gulrófusoð
Aðferð:
Rófurnar eru skornar í mjóar ræmur. Soðnar meyrar í vatni, svo aðeins fljóti yfir. Soðið síað frá.
Sykurinn soðinn í 4 dl af soðinu og rófurnar settar út í það, að nýju, ásamt brytjuðum ávöxtum.
Soðið þar til það er þykkt og samfellt. Ef sítrónusýra er notuð skal setja hana út í að lokinni suðu.
Á sama hátt má búa til mauk úr gulrótum ( Gulrótarmarmelaði ). Þetta marmelaði er notað ofaná brauð einsamalt, eða ásamt kjötáleggi t.d rúllupylsu eða steik.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or17 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni23 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin






