Uppskriftir
Gulrófumarmelaði
1 kg. gulrófur (rófur)
2 sítrónur (má nota sítrónusýru)
800 gr sykur
200 gr aprikósur
Vatn svo fljóti yfir
4 dl. gulrófusoð
Aðferð:
Rófurnar eru skornar í mjóar ræmur. Soðnar meyrar í vatni, svo aðeins fljóti yfir. Soðið síað frá.
Sykurinn soðinn í 4 dl af soðinu og rófurnar settar út í það, að nýju, ásamt brytjuðum ávöxtum.
Soðið þar til það er þykkt og samfellt. Ef sítrónusýra er notuð skal setja hana út í að lokinni suðu.
Á sama hátt má búa til mauk úr gulrótum ( Gulrótarmarmelaði ). Þetta marmelaði er notað ofaná brauð einsamalt, eða ásamt kjötáleggi t.d rúllupylsu eða steik.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita