Vertu memm

Keppni

Guðmundur keppir í fyrramálið í heimsmeistarakeppninni

Birting:

þann

Heimsmeistaramót BarþjónaÁ morgun þriðjudaginn 20. ágúst verður Classic keppni og er hún í 5 flokkum, en heildarfjöldi keppanda er 56 talsins.  Keppnin fer fram í Hilton Prague hótelinu í Prag í Tékklandi samhliða IBA ráðstefnunni.

Keppt er í Freyðivíns, Long drink, Fancy, sætum og þurrum drykkjum.

Keppandi íslendinga er Guðmundur Sigtryggsson og mun hann blanda freyðivínsdrykkinn Little fly, en keppnin byrjar á skreytingu og hefur hver keppandi 15 mínútur til að gera 5 skreytingar, svo fer fram sjálf blöndum drykksins og hefur hann 7 mínútur til að blanda 5 drykki.

Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu og mun Guðmundur keppa milli klukkan 07°° og 08°° í fyrramálið á íslenskum tíma, fylgist vel með.

 

/Agnar Fjeldsted skrifar frá Prag í Tékklandi

Twitter og Instagram: #veitingageirinn

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið