Vertu memm

Bocuse d´Or

Grillið Bocuse d´Or – Veitingarýni

Birting:

þann

Grillið Boucuse d´Or

Síðastliðna helgi var á Grillinu sérstakur Bocuse d´Or matseðill þar sem Sigurður Helgason nýtti sér bæði bragð og hráefnið sem hann hefur verið að vinna með í undirbúning sínum fyrir þessa stóru keppni.

Við frúin komum í seinni setningu á laugardeginum og eftir fordrykk á barnum var okkur vísað til borðs og þá fóru kræsingarnar að streyma til okkar. Ég spjallaði við Sigga á milli rétta og augljóst var að hann er farinn að hlakka mikið til að taka þátt í þessari stóru keppni.

Matseðillinn leit svona út:

Súrdeigsbrauð og þeytt smjör

Súrdeigsbrauð og þeytt smjör

Stökkur ísbúi, lomo og grafið lamb

Stökkur ísbúi, lomo og grafið lamb

Belon ostrur, laukar, rúgbrauð og dill Vín: Crémant de Bourgogne Reserve Brut Bailly Lapierre

Belon ostrur, laukar, rúgbrauð og dill
Vín:
Crémant de Bourgogne Reserve Brut
Bailly Lapierre

Úff þvílík byrjun á kvöldinu, virkilega fallegt bragð, allt mjög fágað og fallegt.

Reyktur lax, jarðskokkar, möndlur og graslaukur Vín: Domaine de Villemajou Languedoc-Roussillon/Corbières. Gérard Bertrand

Reyktur lax, jarðskokkar, möndlur og graslaukur
Vín:
Domaine de Villemajou
Languedoc-Roussillon/Corbières. Gérard Bertrand

Þarna skorti mig hreinlega orð… Frábær réttur í alla staði, var í fullum sannleika sagt leiður yfir því þegar rétturinn kláraðist. Besti lax sem ég hef smakkað. Mjög skemmtilegur reykurinn í laxinum án þess að vera yfirgnæfandi og jarðskokkarnir fullkomlega eldaðir, svo batt graslauksvinagrettið þetta vel saman. Og var vínpöruninn alveg upp á 10.

Kartöflur, sveppir, sýrður blaðlaukur og foie gras Vín: Trimbach Pinot Gris Réserve Alsace

Kartöflur, sveppir, sýrður blaðlaukur og foie gras
Vín:
Trimbach Pinot Gris Réserve
Alsace

Veisla fyrir bæði augu og bragðlauka, áferðin fullkomin og sýran skemmtileg í blaðlauknum. Alsace alltaf góður með lifrinni.

Grillaður lambahryggvöðvi, seljurót og grænkál Vín: Château Brown Lamartine Bordeaux

Grillaður lambahryggvöðvi, seljurót og grænkál
Vín:
Château Brown Lamartine
Bordeaux

Mikið og gott grillbragð af lambahryggnum sem var búinn að hanga í 3 vikur, skemmtileg áferð á seljurótinni bæði bökuð og í mauki, eldunin var fullkomin, jafn rauð allstaðar og berjasósan virkilega góð. Eina sem væri hægt að setja út á er að grillbragðið stal svolítið senunni. Og vínið gekk vel með þessu mikla grillbragði.

Bökuð ostakaka, aðalbláber og pistasíur Vín: Castelanu de Suduriaut Sauternes

Bökuð ostakaka, aðalbláber og pistasíur
Vín:
Castelanu de Suduriaut
Sauternes

Mjög hreint bragð sem fékk vel að njóta sín, skemmtilega öðruvísi áferð á ostakökunni og aðalbláberjasorbetinn alveg einstaklega ferskur. Vínið smellpassaði og skar vel í gegnum fituna í kökunni.

Heilt yfir var þetta besti matur sem ég hef fengið á Grillinu og hef ég þó nokkrum sinnum lagt leið mína þangað. Það er gaman að sjá hvað Siggi og hans menn halda bragðinu hreinu og leyfa því að njóta sín vel. Fróðlegt verður að sjá hvernig undirbúningurinn verður hjá honum fyrir keppnina stóru en spenntur er ég orðinn. Óskum við honum alls hins besta í því stóra ferðalagi sem hann á í vændum.

 

/Hinrik

twitter og instagram icon

 

Hinrik er matreiðslumeistari að mennt. Útskrifaðist með sveinspróf árið 2006 og sem matreiðslumeistari árið 2012. Var í U-23 ára kokklandsliðinu. Hefur farið víða þrátt fyrir ungan aldur, m.a. sem yfirmatreiðslumeistari á Radisson Blu Caledonian og Hótel Varmahlíð. Eyddi þremur vikum á The Fat Duck sumarið 2012. Hefur staðið fyrir grillnámskeiðum ofl. Greinahöfundur hjá Gestgjafanum síðan 2012. Hægt er að hafa samband við Hinrik á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið