Uppskriftir
Gratíneraðar kjötbollur
Bollur
300 gr nautahakk
300 gr grísahakk
1 rauð paprika
1 laukur
100 gr rifinn piparostur
50 gr svart doritos mulið
2 msk kartöflumjöl
2 eggjahvítur
½ tsk pipar
1 tsk paprikukrydd
½ tsk flögusalt
Öllu blandað saman í skál og mótaðar kjötbollur
Sósa
4 dl af tómat passata
½ laukur
3 hvítlauksríf
1 dl shiracha sósa
Steikið laukinn, hvítlaukinn og setjið sósurnar út í og leyfið að malla aðeins saman
Kartöflumús
1 kg kartöflur
½ tsk salt
100 gr rifinn ostur
½ tsk chilipipar
Smyrjið kartöflumúsinni í eldfast mót og setjið kjötbollurnar ofan á og þar á eftir sósuna og rifinn ost – bakið í ofni á 180 gráðum í 30 mínútum.
Verði ykkur að góðu
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
Instagram: @eddikokkur
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur