Keppni
Götubitahátíð Íslands og stærsta götubitakeppni í heimi haldin 17. – 18. júlí í Hljómskálagarðinum
Götubitahátíð Íslands 2021 og stærsta götubita keppni í heimi – „European Street Food Awards“ verður haldin í Hljómskálagarðinum í Reykjavik 17. – 18. júlí n.k.
Á hátíðinni verður að finna alla helstu matarvagna og götubita söluaðila á Íslandi. Samhliða hátíðinni verður haldin keppnin um „Besti Götubiti Íslands 2021“ í samstarfi við European Street Food Awards en það er jafnframt stærsta götubitakeppnin í heiminum í dag. Keppnin er haldin víðsvegar um Evrópu og mun Ísland því vera með fulltrúa í loka keppninni erlendis (þegar takmörkunum linnir).
Keppt verður í nokkrum skemmtilegum flokkum – „besti grænmetisrétturinn“, „besti smábitinn“, „Götubiti Fólksins“, „besta framsetningin (útlit á vagn / bás og framsetning á mat)“ og svo „Besti Götubitinn 2021“.
Dómnefndina í ár skipa: Óli Óla veitingamaður og matgæðingur, Binni Löve (frá MBL og samfélagsmiðlastjarna), Shruti frá Grapevine og Helgi Svavar matgæðingur.
Gestir munu svo kjósa rafrænt á meðan hátíðinni stendur um „Götubita Fólksins“.
Í fyrra sigraði Silli Kokkur „Besti Götubitinn 2020“ og „Götubiti fólksins“ en Just Wingin It vann titilinn „besti smábitinn“.
Á hátíðinni verða yfir 20 söluaðilar, uppblásinn Írskur pöbb, bjórbílinn, plötsnúðar, Dj Karítas, Krónuhjólið, Símbíllinn, leiktæki fyrir börnin, 6 hoppukastalar, vatnaboltar og Nerf völlur!
Þeir söluaðilar sem verða á svæðinu eru:
Silli Kokkur
Just Wingin It – Vængjavagninn
Kebab Vagninn
Flatbakan
Fish And Chips Vagninn
Bumbuborgarar
Vöffluvagninn
Reykur BBQ
Fish And Chips Wagon
Indian Karry Hut
Chinese Flavor
Prikið
Tasty
Gastro Truck
Kore
Chikin
Unagi
Lamb Street Food
Bubblu vagninn
Bjórbílinn
Kaffibílinn
Kastalar Ehf
Ekki missa af einum flottasta matarviðburði á Íslandi helgina 17. og 18. júlí.
Opnunartími er eftirfarandi
Lau – 17. júlí: 13.00 – 20.00
Sun – 18. júlí: 13.00 -18.00
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025