Uppskriftir
Girnilegt kjúklingasnitzel með krydd- og skalottulaukssmjöri
„Auðvitað ætti ég að vera elda ekta vínarsnitzel eftir þeirri aðferð sem ég lærði af Harald, yfirkokkinum á Das Seekarhaus skíðahótelinu í Obertauern.“
skrifar Ragnar Freyr Ingvarsson, einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu, við þessa uppskrift sem hann birtir á vef sínum laeknirinnieldhusinu.com.
Kjúklingasnitzel með krydd- og skalottulaukssmjöri með bökuðum sætum kartöflum og spínati
Fyrir fimm
5 kjúklingabringur
hveiti
4 egg
brauðmylsna
hvítlauksduft
sítrónupipar
salt
200 g smjör
2 hvítlauksrif
basil, steinselja
1 skalottulaukur
sítrónusafi
2 sætar kartöflur
200 g spínat
1/2 dós fetaostur
4 msk hvítlauksolía
rósmarín
salt og pipar
Aðferð:
Það er gott að byrja að gera kryddsmjörið. Ég mýkti smjörið í örbylgjuofni í nokkrar sekúndur og blandaði svo við smáttskornum skalottulauk, hvítlauk og kryddjurtum saman við. Bætti sítrónusafa við og pipraði lítillega. Setti á bökunarpappír og vafði upp í karmellu og setti aftur inn í kælinn.
Næst voru það kartöflurnar. Þær voru flysjaðar og skornar í netta tenginga. Velt upp úr hvítlauksolíu, fersku rósmaríni og salti og pipar. Bakað í 180 gráðu heitum ofni í 45 mínútur. Þá var spínatinu bætt saman við, blandað varlega saman (svo að kartöflurnar yrðu ekki að mauki) og leyft að koðna niður með heitum kartöflunum.
Það er mikilvægt að bragðbæta hveitið. Ég setti fullt af salti og sítrónupipar.
Sama gildir um eggin, þau þarf að hræra saman með örlitlu af vatni, salta og pipra.
Kjúklingurinn er flattur út með kjöthamri (best er að setja hann í þykkan plastpoka og lemja hann varlega). Svo er settur í hveitið, svo eggið, því næst brauðmylsnuna …
…og þaðan út í heita olínuna. Steikt í nokkrar mínútur.
Setti að lokum alla steiktu bitana í 180 gráðu heitan ofn í 10 mínútur.
Svo var að huga aftur að kartöflunum. Ég tók þennan fetaost og braut hann niður aðeins með gaffli.
Svo muldi ég ostinn yfir kartöflurnar og spínatið. Skreytti með smáttskornum ferskum kryddjurtum, basil og steinselju.
Svo má líka prófa sig áfram með kalkúnn – það er líka einstaklega ljúffengt.
Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám









