Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Gerir Excel fólkið ekki greinarmun á sýndarveruleika og raunveruleika?

Birting:

þann

Markaðssetning

Það virðist færast í aukana að svokallað Excelfólk ( markaðsfólk og auglýsingafólk ) telji að það sé yfir það hafið að halda sig við raunveruleikann, bara að það lúkki vel í excel þá er ok, tökum dæmi.

Logo Hagkaup1. Hagkaup – Amerískir dagar

Tornados steik úr nautalund.

Samkvæmt orðabók þá þýðir tornado; skýstrókur eða hvirfilbylur. Rétta orðið er; tournedos; turnbauti.

Logo Ali2. ALI – Silkiskorinn skinka

Í auglýsingunni var því haldið fram að silkiskorinn skinka væri bragðmeiri. Ég fór út í búð og keypti pakka og smakkaði og viti menn, auðvitað var hún bragðminni, þar sem hún var mun þynnri en venjuleg sneið og þar af leiðandi minna magn sem gaf bragð.

3. Holtakjúklingur

Logo HoltakjúklingurCoq au vin, reyktur kjúklingur í víni.

Coq au vin þýðir Hani í víni. Le poulet fumé au vin, þýðir reyktur kjúklingur í víni.

Hvernig er hægt að ruglast á þessu.

Logo Krónan4. Krónan – Úrbeinaðar kótilettur

Úrbeinaðar kótilettur heita hryggjarsneiðar, því þar er rif beinið sem gefur sneiðinni nafnið kótiletta. Óskiljanleg staðreyndarvilla.

5. Netto – Lambakóróna

Lambarifjur seldar í poka og kallaðar kóróna, verður ekki þannig fyrr en búið er að spyrða þeim saman uppréttum og steikt svoleiðis í Logo Nettóofni, síðan er kórónan skorin fyrir við borðið, því það er partur af upplifunni annars eru þetta bara lambarifjur.

Ekkert var minnst á hvaðan kórónu nafnið var komið og hvað það merkti.

Vonandi getur þetta stuðlað að því að fólk hætti að ljúga að viðskiptavinum eða í besta falli að hagræða hlutunum sér í hag, fólk er orðið hundleitt að þessu óvönduðu vinnubrögðum sem excel fólkið viðhefur.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið