Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gerir Excel fólkið ekki greinarmun á sýndarveruleika og raunveruleika?
Það virðist færast í aukana að svokallað Excelfólk ( markaðsfólk og auglýsingafólk ) telji að það sé yfir það hafið að halda sig við raunveruleikann, bara að það lúkki vel í excel þá er ok, tökum dæmi.
1. Hagkaup – Amerískir dagar
Tornados steik úr nautalund.
Samkvæmt orðabók þá þýðir tornado; skýstrókur eða hvirfilbylur. Rétta orðið er; tournedos; turnbauti.
2. ALI – Silkiskorinn skinka
Í auglýsingunni var því haldið fram að silkiskorinn skinka væri bragðmeiri. Ég fór út í búð og keypti pakka og smakkaði og viti menn, auðvitað var hún bragðminni, þar sem hún var mun þynnri en venjuleg sneið og þar af leiðandi minna magn sem gaf bragð.
3. Holtakjúklingur
Coq au vin þýðir Hani í víni. Le poulet fumé au vin, þýðir reyktur kjúklingur í víni.
Hvernig er hægt að ruglast á þessu.
4. Krónan – Úrbeinaðar kótilettur
Úrbeinaðar kótilettur heita hryggjarsneiðar, því þar er rif beinið sem gefur sneiðinni nafnið kótiletta. Óskiljanleg staðreyndarvilla.
5. Netto – Lambakóróna
Lambarifjur seldar í poka og kallaðar kóróna, verður ekki þannig fyrr en búið er að spyrða þeim saman uppréttum og steikt svoleiðis í ofni, síðan er kórónan skorin fyrir við borðið, því það er partur af upplifunni annars eru þetta bara lambarifjur.
Ekkert var minnst á hvaðan kórónu nafnið var komið og hvað það merkti.
Vonandi getur þetta stuðlað að því að fólk hætti að ljúga að viðskiptavinum eða í besta falli að hagræða hlutunum sér í hag, fólk er orðið hundleitt að þessu óvönduðu vinnubrögðum sem excel fólkið viðhefur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux