Uppskriftir
Gerði ljúffenga pizzu á alþjóðlega Pizzadeginum
Alþjóðlegi Pizzudagurinn var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær 9. febrúar.
Ragnar Freyr Ingvarsson einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu gerði ljúffenga flatböku með steiktu beikoni, sætum döðlum og piparosti í tilefni alþjóðalega pizzudagsins.
Uppskriftin:
Innihaldslýsing
700 gr hveiti
300 ml volgt vatn
2 msk jómfrúarolía
25 gr ger
25 gr sykur
2 tsk salt
Tómatsósan
1 lítill laukur
3 hvítlauksrif
2 msk jómfrúarolía
1 dós góðir niðursoðnir tómatar
1 msk tómatpúré
salt og pipar
2-3 msk hökkuð fersk steinselja/basil
Álegg
Steikt beikon
Piparostur
Döðlur
handfylli af rifnum osti
Aðferð
Fyrst er það deigið. Setjið hveitið í skál. Svo saltið. Og á eftir því olíuna. Vekið gerið í volgu vatni ásamt sykrinum og þegar að það er búið að freyða í um 15 mínútur er hægt að byrja að hella því varlega saman við. Hnoðið vandlega í fimm til tíu mínútur. Setjið svo viskastykki yfir og setjið til hliðar til að hefast í um klukkustund.
Á meðan deigið er að hefast – útbúið þið tómatsósuna. Steikið fyrst laukinn og hvítlaukinn í olíunni, saltið og piprið. Setjið svo tómatana, púréið og hitið að suðu og látið malla við lágan hita í 15-20 mínútur. Setjið svo kryddjurtirnar, saltið og piprið og blandið saman með töfrasprota.
Svo er bara að fletja út deigið.
Skerið beikon og steikið þar til það er stökkt.
Fjarlægið steininn úr döðlunum og rífið þær niður.
Svo er bara að raða þessari dásemd saman, tómatsósa (má líka vera bara með hvítlauksolíu), stökkt beikon, rifnar döðlur og svo þykkar sneiðar af piparosti.
Bakað í blússheitum ofni þangað til osturinn er bráðnaður og botninn búinn að lyfta sér.
Mynd og uppskrift: laeknirinnieldhusinu.com
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana