Uppskriftir
Gerði ljúffenga pizzu á alþjóðlega Pizzadeginum
Alþjóðlegi Pizzudagurinn var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær 9. febrúar.
Ragnar Freyr Ingvarsson einnig þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu gerði ljúffenga flatböku með steiktu beikoni, sætum döðlum og piparosti í tilefni alþjóðalega pizzudagsins.
Uppskriftin:
Innihaldslýsing
700 gr hveiti
300 ml volgt vatn
2 msk jómfrúarolía
25 gr ger
25 gr sykur
2 tsk salt
Tómatsósan
1 lítill laukur
3 hvítlauksrif
2 msk jómfrúarolía
1 dós góðir niðursoðnir tómatar
1 msk tómatpúré
salt og pipar
2-3 msk hökkuð fersk steinselja/basil
Álegg
Steikt beikon
Piparostur
Döðlur
handfylli af rifnum osti
Aðferð
Fyrst er það deigið. Setjið hveitið í skál. Svo saltið. Og á eftir því olíuna. Vekið gerið í volgu vatni ásamt sykrinum og þegar að það er búið að freyða í um 15 mínútur er hægt að byrja að hella því varlega saman við. Hnoðið vandlega í fimm til tíu mínútur. Setjið svo viskastykki yfir og setjið til hliðar til að hefast í um klukkustund.
Á meðan deigið er að hefast – útbúið þið tómatsósuna. Steikið fyrst laukinn og hvítlaukinn í olíunni, saltið og piprið. Setjið svo tómatana, púréið og hitið að suðu og látið malla við lágan hita í 15-20 mínútur. Setjið svo kryddjurtirnar, saltið og piprið og blandið saman með töfrasprota.
Svo er bara að fletja út deigið.
Skerið beikon og steikið þar til það er stökkt.
Fjarlægið steininn úr döðlunum og rífið þær niður.
Svo er bara að raða þessari dásemd saman, tómatsósa (má líka vera bara með hvítlauksolíu), stökkt beikon, rifnar döðlur og svo þykkar sneiðar af piparosti.
Bakað í blússheitum ofni þangað til osturinn er bráðnaður og botninn búinn að lyfta sér.
Mynd og uppskrift: laeknirinnieldhusinu.com

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir