Markaðurinn
Game of Thrones maltviskí
Nóttin brestur á og nú hefst vaktin mín. Veturinn er kominn og með honum hin hættulega góðu Game of Thrones maltviskí frá DIAGEO sem hafa verið framleidd í takmörkuðu upplagi til að fagna einni vinsælustu sjónvarpsseríu fyrr og síðar. Hvert þessara fágætu maltviskía hefur verið parað við fjölskyldu í Westeros ásamt Næturvaktinni þannig að aðdáendur geta kynnst konungsdæmunum sjö enn betur og eignast þessa safngripi.
Þetta eru átta viskí frá þekktustu og ástsælustu viskíframleiðslum í Skotlandi sem hafa verið pöruð við húsin og fjölskyldurnar í Westeros. Allt frá Clynelish með gróskumiklum og frjósömum lendum House Tyrell í suðri til Dalwhinnie í norðurhluta þar sem House Stark er með opið vígi við Winterfell og Oban með Næturvaktinni við Múrinn svo eitthvað sé nefnt.
Ef skosk viskí eru Westeros þá eru viskíframleiðslurnar þessar mögnuðu konungsfjölskyldur. Frá sætu og leyndardómsfullu bragði af Royal Lochnagar til ríkulegs reyks Lagavulin og strandsvæða Talisker, ísins frá frosti Dalwhinnie Winter´s Frost til eldsins í Cardhu Gold Reserve – hér finnur þú persónur þessa heims, eimaðar.
Það er hægt að sérpanta þau í gegnum Vínbúðina og einnig eru þau fáanleg frá Ölgerðinni á vel völdum veitingahúsum landsins.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir