Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gamall matseðill frá Hótel Sögu – Hvaða ár var þessi matseðill í boði?
Með fylgir skemmtilegur matseðill frá Hótel Sögu, nánar tiltekið á Grillinu sem hét upphaflega Stjörnusalur.
Hörður Ingi Jóhannsson
Það er Hörður Ingi Jóhannsson matreiðslumeistari sem sendi okkur þennan matseðil og hefur varðveitt hann öll þessi ár. Fleiri matseðlar í vörslu Harðars verða birtir hér á veitingageirinn.is.
Hörður Ingi Jóhannsson matreiðslumeistari lærði fræðin sín á Hótel Sögu á árunum 1976 – 1979. Hörður starfaði meðal annars á Aski Laugarvegi 28, var með í stofnun á Svörtu pönnunni. Hörður rak mötuneyti Iðnskólans í Reykjavík í 11 ár, átti veitingastað á Laugaveginum (Steikhús Harðar).
Hörður var framkvæmdarstjóri á Hótel Nesbúð Nesjavöllum í 4 ár, var með eigin rekstur sem þjónustaði Jarðboranir, og síðast sem verkstjóri í eldhúsi Landspítalans.
Áttu gamla matseðla?
Hér á veitingageirinn.is má finna ýmis skjöl mat-, vínseðla ofl sem safnast hefur í gegnum árin, sjá nánar hér.
Ef þú átt gamla mat-, eða vínseðla, veisluseðla, sveinspróf og ýmsan fróðleik, að senda okkur, til birtingar hér á veitingageirinn.is.
Sendist á smari@veitingageirinn.is

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan