Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gamall matseðill frá Hótel Sögu – Hvaða ár var þessi matseðill í boði?
Með fylgir skemmtilegur matseðill frá Hótel Sögu, nánar tiltekið á Grillinu sem hét upphaflega Stjörnusalur.
Hörður Ingi Jóhannsson
Það er Hörður Ingi Jóhannsson matreiðslumeistari sem sendi okkur þennan matseðil og hefur varðveitt hann öll þessi ár. Fleiri matseðlar í vörslu Harðars verða birtir hér á veitingageirinn.is.
Hörður Ingi Jóhannsson matreiðslumeistari lærði fræðin sín á Hótel Sögu á árunum 1976 – 1979. Hörður starfaði meðal annars á Aski Laugarvegi 28, var með í stofnun á Svörtu pönnunni. Hörður rak mötuneyti Iðnskólans í Reykjavík í 11 ár, átti veitingastað á Laugaveginum (Steikhús Harðar).
Hörður var framkvæmdarstjóri á Hótel Nesbúð Nesjavöllum í 4 ár, var með eigin rekstur sem þjónustaði Jarðboranir, og síðast sem verkstjóri í eldhúsi Landspítalans.
Áttu gamla matseðla?
Hér á veitingageirinn.is má finna ýmis skjöl mat-, vínseðla ofl sem safnast hefur í gegnum árin, sjá nánar hér.
Ef þú átt gamla mat-, eða vínseðla, veisluseðla, sveinspróf og ýmsan fróðleik, að senda okkur, til birtingar hér á veitingageirinn.is.
Sendist á [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Uppskriftir4 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Frétt4 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi












