Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fyrsta handverkssláturhúsið
Í haust stendur til að hefja rekstur á sláturhúsi á Seglbúðum í Landbroti. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í vikunni að búið sé að stofna einkahlutafélag utan um sláturhúsið. Stofnandi félagsins er Geilar ehf., en það er í eigu Erlendar Björnssonar og Þórunnar Júlíusdóttur, bænda á Seglbúðum. Að sögn Þórunnar er um fyrsta einkasauðfjársláturhús landsins að ræða.
Þórunn segir að markmiðið með sláturhúsinu sé að sauðfé þurfi ekki ferðast um langan veg til slátrunar og neytendur geti keypt vöru sem er ræktuð og unnin á sjálfbæran hátt. Hingað til hefur einungis verið boðið upp á að slátra sauðfé í stórum sláturhúsum og hefur þróunin verið á þann veg að sláturhúsum hefur fækkað, þau stækkað og orðið tæknilegri á síðustu misserum. Hún segir eftirspurn eftir litlu sláturhúsi á svæðinu en fyrst um sinn fær sláturhúsið einungis leyfi til að slátra 45 gripum af sauðfé á dag, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.
Mynd: aðsend

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata