Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fyrsta handverkssláturhúsið
Í haust stendur til að hefja rekstur á sláturhúsi á Seglbúðum í Landbroti. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í vikunni að búið sé að stofna einkahlutafélag utan um sláturhúsið. Stofnandi félagsins er Geilar ehf., en það er í eigu Erlendar Björnssonar og Þórunnar Júlíusdóttur, bænda á Seglbúðum. Að sögn Þórunnar er um fyrsta einkasauðfjársláturhús landsins að ræða.
Þórunn segir að markmiðið með sláturhúsinu sé að sauðfé þurfi ekki ferðast um langan veg til slátrunar og neytendur geti keypt vöru sem er ræktuð og unnin á sjálfbæran hátt. Hingað til hefur einungis verið boðið upp á að slátra sauðfé í stórum sláturhúsum og hefur þróunin verið á þann veg að sláturhúsum hefur fækkað, þau stækkað og orðið tæknilegri á síðustu misserum. Hún segir eftirspurn eftir litlu sláturhúsi á svæðinu en fyrst um sinn fær sláturhúsið einungis leyfi til að slátra 45 gripum af sauðfé á dag, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla