Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Frönsk kökuverslun opnar – Getur þú aðstoðað Aurore?

Birting:

þann

Aurore Pélier Cady - Kökuverslun - Sweet Aurora Reykjavík

Aurore Pélier Cady

Aurore Pélier Cady er franskur pastry chef, en hún lærði fræðin sín í heimsþekkta skólanum Institut Paul Bocuse og starfaði í meira en áratug á flottum hótel um veitingastöðum í París, á borð við Hotel George V eða KL Patisserie svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrir tveimur árum síðan þá ákvað hún flytja til Íslands, en hún hefur t.a.m. starfað hjá Slippnum í Vestmannaeygjum, Vox á Hilton hótelinu, og starfar nú sem matreiðslmaður á íslenska Michelin veitingastaðnum Dill.

Aurore Pélier Cady - Kökuverslun - Sweet Aurora Reykjavík

Kökuverslunin Sweet Aurora Reykjavík

Nú stefnir Aurora á að opna sína eigin kökuverslun síðla árs 2021, sem kemur til með að heita Sweet Aurora Reykjavík.  Staðsetning búðarinnar er ekki frágengin en hún vonar að fá húsnæði miðsvæðis Reykjavíkurborgar.

Aurora bíður með mikilli væntingu að deila sinni matarmenningu með Íslendingum og kynna þeim fyrir dæmigerðu frönsku sætabrauðsgóðgæti eins og sítrónutertuna, Saint Honoré (líka nefnd St. Honoratus) eða makkarónurnar, sem og franskar hefðbundnar kökur eins og Galette ofl.

Aurore Pélier Cady - Kökuverslun - Sweet Aurora Reykjavík

Söfnunarsíða

Uppskriftirnar hennar breytast eftir árstíðum og staðbundnum vörum sem eru í boði að hverju sinni eða eins og sagt er í tilkynningunni:

“Sweet Aurora Reykjavik will also offer entremets, tarts, travel cakes (almond financier, madeleine, cannelé), candies, homemade hot chocolate and coffee.

Donate and get a reward in return!
To reach her goal, Aurora is running a Karolina Fund campain online where you can donate and get a reward in return – the rewards go from a hot chocolate, cakes to pastry classes, where she will share her knowledge, techniques and recipes of a French classic pastry.”

Aurora hefur stofnað styrktarsíðu á söfnunarsíðunni Karolinafund í von um að láta draum sinn rætast og hvetjum við lesendur veitingageirans að styrkja þessa ungu athafnakonu.

Smellið hér til að skoða styrktarsíðu Aurora á Karolinafund.com.

Heimasíða: Sweet Aurora Reykjavik

Instagram: Sweet Aurora Reykjavik

Frétt þessi er unnin úr enskri fréttatilkynningu sem skrifuð var af Joëlle Schisselé.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið