Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Friðgeir hættir á Holtinu og opnar nýjan veitingastað á nýju ári
Friðgeir Ingi Eiríksson yfirmatreiðslumaður á Gallery Restaurant á Hótel Holti hefur ákveðið að hætta um áramótin næstkomandi og opna nýjan veitingastað Brasserie Eiriksson á nýju ári.
Friðgeir hefur starfað á Holtinu frá árinu 1997 með stuttu hléi (byrjaði sem matreiðslunemi) eða fimm ár á meðan hann var í Frakklandi.
Allir í veitingadeildinni á Holtinu fylgja Friðgeiri yfir á nýja staðinn. Mikill stöðugleiki hefur verið í eldhúsinu á Holtinu frá opnun þess þar sem sömu einstaklingar hafa sinnt þar störfum í langan tíma.
Það er því ljóst að mikil starfsreynsla er á leið frá Holtinu yfir á nýja staðinn, Eiríkur I. Friðgeirsson, Sara Dögg Ólafsdóttir, Sveinn Þorri Þorvaldsson, Hallgrímur Ingi Þorláksson og Marco Silva, en þetta telur um það bil 100 ár í starfsreynslu.
„Holtið hefur verið gott og verður alltaf gott, ég hef enga trú á öðru“
, sagði Friðgeir í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort að Holtið nái sér aftur á strik þegar öll þessi starfsreynsla hverfur.
Staðsetningin á Brasserie Eiriksson vildi Friðgeir ekki gefa upp að svo stöddu, en veitingageirinn.is mun fylgjast vel með og flytja ykkur fréttir af því síðar.
Brasserie Eiriksson verður í alþjóðlegum matargerðarstíl, og verður eitt og annað sér innflutt frá ítalíu, sagði Friðgeir í samtali við veitingageirinn.is.
„Vínseðillinn verður mjög stór og verður hann einn af sérstöðum hússins.“
Mynd: facebook / Hotel Holt – Gallery Restaurant

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu