Bocuse d´Or
Friðgeir Eiríksson | Fridgeir.is
Friðgeir Eiríksson fulltrúi Íslands í Bocuse d´Or 2007 hefur opnað vef tileinkaðan sjálfri keppninni en tuttugasta Bocuse dOr keppnin verður haldin 23-24 janúar 2007.
Að þessu sinni verður keppt með hráefnin Bresse kjúkling sem sagður vera sá besti kjúklingur í heimi með tilkomu að þeir eru aldnir upp á beitilandi í Bresse héraði í Frakklandi.
Bresse kjúklingurinn er ekki fullþroskaður fugl en þeir eru einnig settir í takmarkaðan tíma inn í hálfmyrkvað hænsnabú og fóðraðir eingöngu með mjólkurafurðum og einnig sérstakri hveitiblöndu viðbættri með kornmeti, sem gerir kjötið mun meirari en allstaðar er í heiminum. Bresse kjúklingurinn er orðin söluvara um leið og hann hefur náð því markmiði að ná þyngdinni 1,2 kg.
Hins vegar er keppt í Heilagfiski (White halibut ) sem kemur frá Noregi. Sagan að baki Norska Heilagfiskinn er einstök sem nær allt til Steinöld eða um 10,000 árum síðan, þar sem mynd af honum var útskorin í berg og til forna var hann kallaður „Norwegian Fjords Holy Fish“.
Norski Heilagfiskurinn er flatfiskur með lítin haus og lítinn klofin sporða. Undir fisknum er hann hvítur á meðan yfirborðið á honum er með dekkri litarhátt. Norski heilagfiskurinn er að margvíslegur fjölbreytilegri en aðrir flatfiskar
Þess ber að geta að Friðgeir Eiríksson var aðstoðamaður Hákons Má Örvarssonar Í Bocuse d´Or 2001 og var Friðgeir valinn næstbesti aðstoðarmaðurinn í þeirri keppni.
Heimasíða Friðgeirs er: www.fridgeir.is
Hér ber að líta úrslit úr keppninni Bocuse d´Or allt til ársins 1987, en sjálf keppnin var haldin í fyrsta sinn árið 1987.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt5 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Starfsmannavelta22 klukkustundir síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?