Keppni
Freyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó

Keppendur kvöldsins:
Efri röð frá vinstri:
Freyja Þórisdóttir, Svanhvít Thea, Hrafnkell Ingi, Imad, Ólafur Andri, Leó Ólafs, Jakob Eggerts.
Neðri röð frá vinstri: George, Alexander Jósef, Birkir Tjörvi.
Úrslit í keppninni um Bláa Safírinn fóru fram síðastliðið fimmtudagskvöld í hinu glæsilega Bryggjuhúsinu, þar sem stemning og fagmennska réðu ríkjum. Alls tíu keppendur, sem höfðu tryggt sér sæti í úrslitum eftir undankeppni, stigu á svið og sýndu snilli sína í drykkjagerð. Í undankeppninni, sem fram fór þriðjudaginn 13. janúar, tóku alls þrjátíu keppendur þátt.
Sjá einnig: Tíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
Sigurvegari kvöldsins var Freyja Þórisdóttir frá RVK Cocktails með drykkinn Nimbu 1995. Fyrir frammistöðu sína hlaut hún hinn eftirsótta Bláa Safír og tryggði sér þar með sess meðal fremstu barþjóna landsins.

F.v. Ólafur Andri Benediktsson í þriðja sæti með drykkinn Til eru fræ og Leó Snæfeld Pálsson í öðru sæti með drykkinn Ladybug.
Í öðru sæti hafnaði Leó Snæfeld Pálsson frá Jungle með drykkinn Ladybug. Þriðja sætið hlaut Ólafur Andri Benediktsson, einnig frá Jungle, fyrir drykkinn Til eru fræ.
Keppnin um Bláa Safírinn hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í íslensku barlífi og frammistaða keppenda þetta kvöld sýndi glöggt þann metnað og þá fagmennsku sem þar er að finna.
- Dómarar kvöldins: Daníel Oddsson, sigurvegari Bláa Safírsins 2025, Jónína Unnur Gunnarsdóttir, fyrrum forseti Barþjónaklúbbs Íslands, Helga Signý, Barþjónn á Tipsý og Rísandi stjarna ársins 2025, Þórir Steinn Stefánsson. Fulltrúi Bombay á Íslandi
- Freyja Þórisdóttir í keppni.
- Teitur Ridderman Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands, ræðir við Freyju Þórisdóttur um keppnina og drykkinn hennar Nimbu 1995.
Uppskrift af Nimbu 1995
35ml Bombay Sapphire
35ml Lime Cordial
teskeið chaat masala
Fersk mynta, kóríander og grænt chili
Salt saline
Toppað með: Fever Tree Indian tonic water
Innblástur drykkjar: Indverska límonaðið Nimbu Pani
„Ég er ekkert smá hress og skemmtileg, langoftast amk,“
segir Freyja um sjálfa sig.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt1 dagur síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Frétt4 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna









