Vertu memm

Keppni

Forkeppnin í Kokkur ársins 2019 fer fram í dag

Birting:

þann

Harpa - Tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík | Harpa is a concert hall and conference centre in Reykjavík, Iceland

Forkeppnin í Kokkur ársins 2019 fer fram í Kolabrautinni í Hörpu í dag. Tíu kokkar keppa um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri sem haldin verður laugardaginn 23. mars næstkomandi í Hörpu en það er einn af hápunktunum í dagatali Íslenska matardagatalsins.

Þeir sem keppa um titilinn í ár eru þau:

  • Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
  • Ingimundur Elí Jóhannsson, Lux veitingar
  • Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
  • Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
  • Sindri Geir Guðmundsson, Jamie’s Italian
  • Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
  • Viktor Snorrason, Moss Restaurant
  • Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel
  • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélagið

Það var Garðar Kári Garðarsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2018. Sigurjón Bragi Geirsson hreppti annað sætið og Þorsteinn Kristinsson varð í því þriðja.

Kokkur ársins 2019 er besti kokkur landsins árið 2019 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2020. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur, í öðru sæti 100.000 krónur og í þriðja sæti er gjafabréf með Icelandair.

Úrslit verða kynnt í dag, fylgist vel með hér á veitingageirinn.is.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið