Keppni
Forkeppnin í Kokkur ársins 2019 fer fram í dag
Forkeppnin í Kokkur ársins 2019 fer fram í Kolabrautinni í Hörpu í dag. Tíu kokkar keppa um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri sem haldin verður laugardaginn 23. mars næstkomandi í Hörpu en það er einn af hápunktunum í dagatali Íslenska matardagatalsins.
Þeir sem keppa um titilinn í ár eru þau:
- Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
- Ingimundur Elí Jóhannsson, Lux veitingar
- Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
- Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
- Sindri Geir Guðmundsson, Jamie’s Italian
- Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
- Viktor Snorrason, Moss Restaurant
- Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel
- Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélagið
Það var Garðar Kári Garðarsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2018. Sigurjón Bragi Geirsson hreppti annað sætið og Þorsteinn Kristinsson varð í því þriðja.
Kokkur ársins 2019 er besti kokkur landsins árið 2019 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2020. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur, í öðru sæti 100.000 krónur og í þriðja sæti er gjafabréf með Icelandair.
Úrslit verða kynnt í dag, fylgist vel með hér á veitingageirinn.is.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði