Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sigurður Rafn sló í gegn á félagsfundi Klúbbs Matreiðslumeistara – Myndir
Félagsfundur Klúbbs Matreiðslumeistara var haldin í Fontana á Laugarvatni 4. apríl s.l. Sigurður Rafn Hilmarsson matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Fontana sýndi félagsmönnum allan sannleikann um hollustu heita vatnsins á líkama og sál. Þar eftir var slakað á í góðan tíma og að því loknu var komið að veislumatnum sem sló heldur betur í gegn og voru félagsmenn ánægðir með matinn.
Með fylgja myndir frá fundinum, en myndir tók Árni Þór Arnórsson, Jón K B Sigfússon (svart hvítu myndina) og Ragnar Marinó Kristjánsson.

Jón K B Sigfússon (svarta kokkagallanum) matreiðslusnillingur í Friðheimum, en hann er nýjasti meðlimur í KM. Á móti honum er Sigurvinn Gunnarsson einn af fyrstu meðlimum í KM.

Aðalsteinn yfirmatreiðslumeistari hjá Advania, Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari hjá Sauðfjárbændum og Alfreð Maríusson matreiðslumeistari í Vatnsendaskóla og það rétt glittir í Andreas Jacobsen Matreiðslumeistara og gæðastjóra hjá Sóma.

Jóhann Sveinsson yfirmatreiðslumeistari á Grund (nýjasti Cordon Bleu meðlimur í KM) á móti honum er Árni Þór Arnþórsson yfirmatreiðslumaður hjá MS.

Feðgarnir í Lauga-ás Guðmundur Ragnarsson og Ragnar Guðmundsson matreiðslumeistarar og snillingar með meiru ásamt Bjarna Þór Ólafssyni matreiðslumeistara. Nær í myndinni er Guðmundur Helgi Helgason matreiðslumeistari frá Núpi í Dýrafirði.
Myndir tók Árni Þór Arnórsson, Jón K B Sigfússon (svart hvítu myndina) og Ragnar Marinó Kristjánsson.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Vín, drykkir og keppni13 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir










