Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sigurður Rafn sló í gegn á félagsfundi Klúbbs Matreiðslumeistara – Myndir
Félagsfundur Klúbbs Matreiðslumeistara var haldin í Fontana á Laugarvatni 4. apríl s.l. Sigurður Rafn Hilmarsson matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Fontana sýndi félagsmönnum allan sannleikann um hollustu heita vatnsins á líkama og sál. Þar eftir var slakað á í góðan tíma og að því loknu var komið að veislumatnum sem sló heldur betur í gegn og voru félagsmenn ánægðir með matinn.
Með fylgja myndir frá fundinum, en myndir tók Árni Þór Arnórsson, Jón K B Sigfússon (svart hvítu myndina) og Ragnar Marinó Kristjánsson.
![Félagsfundur KM - 4. apríl 2017](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/04/km-fontana-2017-1024x576.jpg)
Jón K B Sigfússon (svarta kokkagallanum) matreiðslusnillingur í Friðheimum, en hann er nýjasti meðlimur í KM. Á móti honum er Sigurvinn Gunnarsson einn af fyrstu meðlimum í KM.
![Félagsfundur KM - 4. apríl 2017](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/04/km-fontana-2017-8-1024x576.jpg)
Aðalsteinn yfirmatreiðslumeistari hjá Advania, Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari hjá Sauðfjárbændum og Alfreð Maríusson matreiðslumeistari í Vatnsendaskóla og það rétt glittir í Andreas Jacobsen Matreiðslumeistara og gæðastjóra hjá Sóma.
![Félagsfundur KM - 4. apríl 2017](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/04/km-fontana-2017-2-1024x576.jpg)
Jóhann Sveinsson yfirmatreiðslumeistari á Grund (nýjasti Cordon Bleu meðlimur í KM) á móti honum er Árni Þór Arnþórsson yfirmatreiðslumaður hjá MS.
![Félagsfundur KM - 4. apríl 2017](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/04/km-fontana-2017-7-1024x576.jpg)
Feðgarnir í Lauga-ás Guðmundur Ragnarsson og Ragnar Guðmundsson matreiðslumeistarar og snillingar með meiru ásamt Bjarna Þór Ólafssyni matreiðslumeistara. Nær í myndinni er Guðmundur Helgi Helgason matreiðslumeistari frá Núpi í Dýrafirði.
Myndir tók Árni Þór Arnórsson, Jón K B Sigfússon (svart hvítu myndina) og Ragnar Marinó Kristjánsson.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt2 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið