Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Flottur og einfaldur réttur fyrir áramótin | Ristaðar snittubrauðsneiðar með humar

Birting:

þann

Ristaðar snittubrauðsneiðar með humarSnittubrauð og humar uppskrift sem auðvelt er að gera og hentar vel sem einn réttur á áramótamatseðlinum.  Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður.  Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

200 g humarhalar
100 g fetaostur í kryddolíu
50 g ferskt spínat
Nokkur kerfilslauf
salat að eigin vali

Skerið þunnar sneiðar af brauði (snittubrauði) og ristið í ofni undir grilli þar til brauðið er stökkt og létt brúnað.  Steikið humarinn á pönnu í olíunni af fetaostinum, kryddið með salti og pipar.

Bætið í spínati (líka er hægt að hafa spínatið sem salat).

Setjið humarinn ásamt ostinum upp á brauðið og skreytið með nokkrum laufum af kerfli.

Uppskriftin er fyrir 4.

 

Auglýsingapláss

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið