Uppskriftir
Fiskbætingur með makkarónum
![Makkarónur](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2024/01/makkaronur-1024x683.jpg)
Makkarónu pasta
Klassíski pastarétturinn „Macaroni and cheese“ er meðal annars gerður úr makkarónu pasta.
100 gr makkarónur
sósa:
50 gr smjörl.
50 gr hveiti
½ tsk. karrý
½ L fiskisoð eða mjólk
1 djúpur diskur af soðnum hreinsuðum fiski
Makkarónurnar eru settar í saltað sjóðandi vatn, soðnar 20-30 mín. Þá er vatninu hellt af. Sósan búin til á venjulegar hátt. Þá er tekið smurt mót og í raðað fiskinum, makkarónunum og sósunni sitt á hvað, brauðmylsnu stráð yfir.
Mótið er hitað í vatnsbaði í ofni í 20 mín. Borið á borð með bræddu smjöri og kartöflum.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita