Vertu memm

Uppskriftir

Fiskbætingur með makkarónum

Birting:

þann

Makkarónur

Makkarónu pasta
Klassíski pastarétturinn „Macaroni and cheese“ er meðal annars gerður úr makkarónu pasta.

100 gr makkarónur

sósa:
50 gr smjörl.
50 gr hveiti
½ tsk. karrý
½ L fiskisoð eða mjólk

1 djúpur diskur af soðnum hreinsuðum fiski

Makkarónurnar eru settar í saltað sjóðandi vatn, soðnar 20-30 mín. Þá er vatninu hellt af. Sósan búin til á venjulegar hátt. Þá er tekið smurt mót og í raðað fiskinum, makkarónunum og sósunni sitt á hvað, brauðmylsnu stráð yfir.

Mótið er hitað í vatnsbaði í ofni í 20 mín. Borið á borð með bræddu smjöri og kartöflum.

Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið