Keppni
Finnland sigraði Global Chefs Challenge | Hilmar B. og Helgi heiðraðir á WACS þinginu
Síðastliðna daga hefur þingið hjá Alheimssamstökum matreiðslumanna (WACS) farið fram með yfirskriftinni „World on a plate“ í borginni Thessaloniki á Grikklandi.
Samhliða þinginu er stór og mikil matarsýning ásamt keppnunum Global Pastry Chefs Challenge, Young Chefs Challenge og Global Chefs Challenge.
Úrslit í keppnunum voru þessi:
Global Chefs Challenge
Í 1. sæti var finnski matreiðslumeistarinn Eero Vottonen, 2. sætið var Fredrik Andersson frá Svíþjóð og í 3. sæti var Lee Boon Seng frá Singapore.
Global Pastry Chefs Challenge
Sigurvegarinn í Global Pastry Chefs Challenge varð Bella Narae Kim frá Suður Kóreu, í 2. sæti var Frida Bäcke frá Svíþjóð og í 3. sæti var Lee Yam Hock frá Singapore.
Young Chefs Challenge
Í keppni ungliða sigraði Robert Sandberg frá Svíþjóð, í 2. sæti var Tommy Jespersen frá Danmörku og í 3. sæti var Lynette Tay frá Singapore.
Þó svo að Ísland hafi ekki náð settu marki í undankeppninni, þá voru engu að síður fjölmargir Íslenskir matreiðslumenn á þinginu.
Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari var á vegum World Chefs Without Borders á þinginu.
Andreas Jacobsen gjaldkeri og Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs Matreiðslumeistara voru á þinginu fyrir hönd klúbbsins ásamt því að haldin var NKF fundur fyrst að öll Norðurlöndin voru saman komin á þinginu.
Jakob Magnússon matreiðslumeistari situr í nefnd Culinary comite og var fundað á þinginu með meðlimum þess.
Matreiðslumeistararnir Helgi Einarsson og Hilmar. B Jónsson voru heiðraðir á þinginu fyrir vel unnin störf í WACS ásamt Bian Jiang, Karoly Varga, Markus Iten, Shojiro Urabe og P. Soundararajan.
Á þinginu var Thomas A. Gugler kosinn forseti Alheimssamtaka matreiðslumanna (WACS).
Næsta WACS þing verður haldið í borginni Kuala Lumpur í Malasíu árið 2018.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn5 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025