Markaðurinn
Ferskt, stökkt og ómótstæðilegt – Salat með mozzarella og jarðarberjum
Vetur, sumar, vor og haust – það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.
(fyrir 2)
Innihald:
1 bakki blandað salat
1 bakki jarðarber
4 stórar sneiðar parmaskinka
1 stk. avocado
1 dós Mozzarella perlur
Salatdressing:
2 msk. 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. ólífuolía
2 msk. sítrónusafi
1 msk. hunang
Salt og pipar
Aðferð:
1. Leggið parmaskinkusneiðar á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 175 gráðu heitum ofni þar til skinkan er stökk, u.þ.b. 10-15 mínútur.
2. Skerið niður salat, jarðarber og avocado og setjið í fallegar skálar eða eina stóra salatskál.
3. Pískið öllu hráefninu í salatsósuna saman og dreifið yfir salatið.
4. Toppið að lokum með stökkri skinkunni og mozzarella perlum.
Kynning
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






