Vertu memm

Markaðurinn

Ferskt, stökkt og ómótstæðilegt – Salat með mozzarella og jarðarberjum

Birting:

þann

Ferskt, stökkt og ómótstæðilegt – Salat með mozzarella og jarðarberjum

Vetur, sumar, vor og haust – það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.

(fyrir 2)

Innihald:

1 bakki blandað salat

1 bakki jarðarber

4 stórar sneiðar parmaskinka

1 stk. avocado

1 dós Mozzarella perlur

Salatdressing:

2 msk. 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn

2 msk. ólífuolía

2 msk. sítrónusafi

1 msk. hunang

Salt og pipar

Aðferð:

1. Leggið parmaskinkusneiðar á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 175 gráðu heitum ofni þar til skinkan er stökk, u.þ.b. 10-15 mínútur.

2.  Skerið niður salat, jarðarber og avocado og setjið í fallegar skálar eða eina stóra salatskál.

3. Pískið öllu hráefninu í salatsósuna saman og dreifið yfir salatið.

4. Toppið að lokum með stökkri skinkunni og mozzarella perlum.

Kynning

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á frettir@veitingageirinn.is

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar