Markaðurinn
Ferskt, stökkt og ómótstæðilegt – Salat með mozzarella og jarðarberjum
Vetur, sumar, vor og haust – það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.
(fyrir 2)
Innihald:
1 bakki blandað salat
1 bakki jarðarber
4 stórar sneiðar parmaskinka
1 stk. avocado
1 dós Mozzarella perlur
Salatdressing:
2 msk. 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. ólífuolía
2 msk. sítrónusafi
1 msk. hunang
Salt og pipar
Aðferð:
1. Leggið parmaskinkusneiðar á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 175 gráðu heitum ofni þar til skinkan er stökk, u.þ.b. 10-15 mínútur.
2. Skerið niður salat, jarðarber og avocado og setjið í fallegar skálar eða eina stóra salatskál.
3. Pískið öllu hráefninu í salatsósuna saman og dreifið yfir salatið.
4. Toppið að lokum með stökkri skinkunni og mozzarella perlum.
Kynning

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn