Keppni
Fersk Íslensk ýsa flutt með flugi fyrir heita matinn á Ólympíuleikunum í matreiðslu
Í morgun var fersk ýsa frá Hafinu fiskverslun flutt með flugi fyrir Kokkalandsliðið þar sem liðið keppir í heita matnum á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Erfurt í Þýskalandi. Kokkalandsliðið stillti upp kalda borðinu í morgun fyrir dómarana sem skilaði liðinu gull og silfur.
Núna tekur við undirbúningur fyrir heita matinn, en landsliðið keppir í heitum þriggja rétta kvöldverði á þriðjudaginn 25. október 2016.

Steinar Bjarki Magnússon matreiðslumeistari og gæðastjóri hjá Hafinu fiskverslun flaug í morgun einungis til að afhenda hráefnið, en hann fer til baka strax í fyrramálið til Íslands. Um 30 kg af ýsu og 30 kg af grænmeti og ávöxtum var afhent til Kokkalandsliðsins.

Steinar afhendi Val Bergmundssyni matreiðslumeistara á flugvellinum í Frankfurt hráefnið sem er sveppir, perur, baunir, blóðberg, vatnakarsa og ýsu frá Hafinu fiskverslun.

Steinar Bjarki Magnússon er matreiðslumeistari að mennt, en hann gæðastjóri hjá Hafinu fiskverslun og sér um vöruþróunina sem og markaðsmálin hjá fyrirtækinu.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/kokkalandslid/feed/“ number=“6″ ]
Myndir: Hafið fiskverslun
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






