Keppni
Fersk Íslensk ýsa flutt með flugi fyrir heita matinn á Ólympíuleikunum í matreiðslu
Í morgun var fersk ýsa frá Hafinu fiskverslun flutt með flugi fyrir Kokkalandsliðið þar sem liðið keppir í heita matnum á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Erfurt í Þýskalandi. Kokkalandsliðið stillti upp kalda borðinu í morgun fyrir dómarana sem skilaði liðinu gull og silfur.
Núna tekur við undirbúningur fyrir heita matinn, en landsliðið keppir í heitum þriggja rétta kvöldverði á þriðjudaginn 25. október 2016.

Steinar Bjarki Magnússon matreiðslumeistari og gæðastjóri hjá Hafinu fiskverslun flaug í morgun einungis til að afhenda hráefnið, en hann fer til baka strax í fyrramálið til Íslands. Um 30 kg af ýsu og 30 kg af grænmeti og ávöxtum var afhent til Kokkalandsliðsins.

Steinar afhendi Val Bergmundssyni matreiðslumeistara á flugvellinum í Frankfurt hráefnið sem er sveppir, perur, baunir, blóðberg, vatnakarsa og ýsu frá Hafinu fiskverslun.

Steinar Bjarki Magnússon er matreiðslumeistari að mennt, en hann gæðastjóri hjá Hafinu fiskverslun og sér um vöruþróunina sem og markaðsmálin hjá fyrirtækinu.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/kokkalandslid/feed/“ number=“6″ ]
Myndir: Hafið fiskverslun
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






