Keppni
Fersk Íslensk ýsa flutt með flugi fyrir heita matinn á Ólympíuleikunum í matreiðslu
Í morgun var fersk ýsa frá Hafinu fiskverslun flutt með flugi fyrir Kokkalandsliðið þar sem liðið keppir í heita matnum á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Erfurt í Þýskalandi. Kokkalandsliðið stillti upp kalda borðinu í morgun fyrir dómarana sem skilaði liðinu gull og silfur.
Núna tekur við undirbúningur fyrir heita matinn, en landsliðið keppir í heitum þriggja rétta kvöldverði á þriðjudaginn 25. október 2016.

Steinar Bjarki Magnússon matreiðslumeistari og gæðastjóri hjá Hafinu fiskverslun flaug í morgun einungis til að afhenda hráefnið, en hann fer til baka strax í fyrramálið til Íslands. Um 30 kg af ýsu og 30 kg af grænmeti og ávöxtum var afhent til Kokkalandsliðsins.

Steinar afhendi Val Bergmundssyni matreiðslumeistara á flugvellinum í Frankfurt hráefnið sem er sveppir, perur, baunir, blóðberg, vatnakarsa og ýsu frá Hafinu fiskverslun.

Steinar Bjarki Magnússon er matreiðslumeistari að mennt, en hann gæðastjóri hjá Hafinu fiskverslun og sér um vöruþróunina sem og markaðsmálin hjá fyrirtækinu.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/kokkalandslid/feed/“ number=“6″ ]
Myndir: Hafið fiskverslun

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?