Frétt
Endurnýjun og umbætur í eldhúsi og matsölum Landspítala
Umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir í eldhúsi og matsölum Landspítala undanfarna mánuði. Starfsfólk eldhússins hefur ekki farið í varhluta af óhjákvæmilegu raskinu og sýnt mikla þolinmæði gagnvart mjög krefjandi vinnuaðstæðum.
Skrunið niður til að horfa á myndband.
Sigrún Hallgrímsdóttir deildarstjóri og Elísabet Katrín Friðriksdóttir, rekstrarstjóri framleiðslueldhús og uppþvottar, segja hérna frá framkvæmdunum í bakvinnslunni og því sem framundan er út á við, en mikil yfirhalning á matsölum með svokölluðu ELMA-verkefni stendur nú fyrir dyrum.
Meðal verkefna að tjaldabaki í eldhúsinu má nefna endurnýjun á uppþvottarými þar sem rafmagnsuppþvottavél tók við af gufuknúinni. Einnig var tekin vagnaþvottavél í notkun, sem er mikið öryggisatriði, ásamt því sem gufupottum var skipt út fyrir rafmagnspotta og mun betri förgun og meðferð er nú á lífrænum úrgangi.
ELMA snýst fyrst og fremst um að þjónusta starfsfólk betur hvað snertir mat og felur í sér margvíslegar umbætur. Til dæmis sjálfsskömmtun í stærri sölunum og þróun þjónustu í minni sölum. Opnunartími verður rýmkaður og vöruframboðið bætt. Enn fremur verður í auknum mæli hugað að því að bjóða gestum á sjúkrahúsinu upp á þjónustu í matsölum.
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti