Frétt
Endurnýjun og umbætur í eldhúsi og matsölum Landspítala
Umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir í eldhúsi og matsölum Landspítala undanfarna mánuði. Starfsfólk eldhússins hefur ekki farið í varhluta af óhjákvæmilegu raskinu og sýnt mikla þolinmæði gagnvart mjög krefjandi vinnuaðstæðum.
Skrunið niður til að horfa á myndband.
Sigrún Hallgrímsdóttir deildarstjóri og Elísabet Katrín Friðriksdóttir, rekstrarstjóri framleiðslueldhús og uppþvottar, segja hérna frá framkvæmdunum í bakvinnslunni og því sem framundan er út á við, en mikil yfirhalning á matsölum með svokölluðu ELMA-verkefni stendur nú fyrir dyrum.
Meðal verkefna að tjaldabaki í eldhúsinu má nefna endurnýjun á uppþvottarými þar sem rafmagnsuppþvottavél tók við af gufuknúinni. Einnig var tekin vagnaþvottavél í notkun, sem er mikið öryggisatriði, ásamt því sem gufupottum var skipt út fyrir rafmagnspotta og mun betri förgun og meðferð er nú á lífrænum úrgangi.
ELMA snýst fyrst og fremst um að þjónusta starfsfólk betur hvað snertir mat og felur í sér margvíslegar umbætur. Til dæmis sjálfsskömmtun í stærri sölunum og þróun þjónustu í minni sölum. Opnunartími verður rýmkaður og vöruframboðið bætt. Enn fremur verður í auknum mæli hugað að því að bjóða gestum á sjúkrahúsinu upp á þjónustu í matsölum.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s