Frétt
Endurbætur á bragganum í Nauthólsvík og Hlemmi mathöll fara langt fram úr kostnaðaráætlun
Miklar sveiflur eru innan kostnaðarramma Reykjavíkurborgar eða 4 milljarðar af 20 milljarða fjárfestingaramma ársins.
Fundur borgarráðs var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur nú fyrir stuttu, en þar var lögð fram tillaga borgarstjóra um breytingar á fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar.
Einstakir liðir vekja athygli varðandi frávik sem snýr að veitingabransanum:
„Endurgerð braggans í Nauthólsvík var áætluð 158 milljónir en er nú 400 milljónir. Í upphaflegri áætlun frá árinu 2016 var gert ráð fyrir því að kostnaðurinn við að endurhanna Hlemm væri 99,8 milljónir kr. en heildarkostnaðurinn fór yfir 308 milljónir króna. Nú á að ráðstafa 25 m.kr. að auki til að unnt sé að ljúka endurbótum og lagfæringum á loftræstikerfi Hlemmi – mathöll.“ Að því er fram kemur í fundargerð borgarráðs Reykjavíkur 16. ágúst s.l.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit