Vín, drykkir og keppni
Elsta víngerð í Ástralíu fagnaði tæplega tveggja alda afmæli
Elsta fjölskyldurekna víngerð í Ástralíu, Yalumba, hélt upp á 175 ára afmæli sitt nú í vikunni og fagnaði þar með tæplega tveggja alda sögu í víngerð.
„Dagurinn í dag hefur verið dýrmæt reynsla fyrir teymið okkar, þar sem við höfum átt virkan þátt í að stuðla að sjálfbærri framtíð,“
sagði Louisa Rose, víngerðarmaður Yalumba í tilkynningu.
„Hópurinn okkar býr yfir fjölbreyttum hæfileikum og hlutverkum, og það er sérstakt fyrir hvern og einn að leggja sitt af mörkum til landsins, sérstaklega þá sem ekki taka venjulega þátt í daglegum störfum í vínekru okkar.“
„‘Signature‘-vínekra okkar, með útsýni yfir Barossa-dalinn, er enn tiltölulega ung og gróðursett með Cabernet og Shiraz. Við leggjum mikla áherslu á að gróðursetja á gróðursvæði í kringum allar vínekrur okkar til að styðja við líffræðilega fjölbreytni og bæta heilsu vínviðanna.
Þessi vínekra mun gegna lykilhlutverki í framtíð okkar, þar sem hún veitir þrúgur í eitt þekktasta vín okkar, Yalumba The Signature.“
Sagði Louisa Rose en starfsfólk víngerðarinnar gróðursetti tré á „Signature“-vínekrunni á sjálfum afmælisdeginum.
175. afmælisár Yalumba hefur einkennst af nýjum vínum, en fyrr á árinu kynnti Yalumba vín úr safni sínu með takmörkuðu úrvali af frábærum uppskerum bestu vína sinna, sem hafa verið geymd í allt að 20 ár.
Til að minnast afmæli Yalumba þá gaf víngerðin út takmarkað afmælisvín, blöndu af Shiraz og Grenache, sem endurspeglar karakter og arfleifð Yalumba og Barossa. Þrúgurnar eru teknar frá nokkrum af elstu vínekrum Barossa, sem eru frá árabilinu 1854 til 1920. Þetta vín verður fáanlegt í magnum flöskum frá og með 17. nóvember sl., sem gefur vínunnendum tækifæri til að njóta á þessu sögufræga víni. Sjá nánar í vefverslun Yalumba hér.
Afmælis árgangur Yalumba í magnum flöskunum er á 175 ástralska dollara eða rétt rúmlega 15 þúsund ísl. kr.
Myndir: yalumba.com
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt5 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun