Viðtöl, örfréttir & frumraun
Elenora bakari með nýja bók – Útgáfuteiti á föstudaginn 4. nóv.
Metsöluhöfundurinn Elenora Rós sendir frá sér nýja bók – BAKAÐ MEIRA. Bókin er sneisafull af dýrindis uppskriftum að kökum og bakkelsi – en við gerð hennar gróf Elenora upp allar uppáhaldsuppskriftir sínar sem hafa fylgt henni og fjölskyldu hennar í gegnum árin.
„Mig langaði rosalega að búa til bók sem væri upplifun en ekki bara uppskriftir. Ég lagði mikið í að hafa lifandi myndir sem myndu heltaka augað en þó sýna lesandanum að þetta eru allt uppskriftir sem allir geta gert.
Þessi bók er tilvalin um jólin, í afmæli og annars konar veislur, gott kvöldkaffi eða sunnudagskaffi og bara almennt ef mann langar í eitthvað hrikalega gómsætt,“
segir Elenora Rós.
Bókin er innbundin og er 186 bls. Fullt verð: 5.290.- kr
Á föstudaginn 4. nóvember verður útgáfuteiti bókarinnar og verður haldið í Bakabaka, sjá facebook viðburð hér.
Myndir: aðsendar
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður