Viðtöl, örfréttir & frumraun
Eldstæðið – Atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur opnar í sumar

Eldstæðið er atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla, smáframleiðendur þar sem boðið er upp á fullvottað eldhús með öllum helstu tækjum og tólum til matvælaframleiðslu, kæli- og þurrlager, skrifstofuaðstaða,
Deilieldhúsið Eldstæðið stefnir á að opna dyrnar í sumar og geta matarfrumkvöðlar, smáframleiðendur og aðrir matarunnendur leigt sér aðstöðu til matvælaframleiðslu ásamt skrifstofuaðstöðu.
Tilraunaeldhús þekkjast víða um heim ásamt deiliskrifstofum en deilieldhús er nýtt í flóruna hér á landi svo verkefnið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Nafnið Eldstæðið er vísun í gömlu eldstæðin sem voru til staðar í torfbæjum hér áður fyrr og sjá má glitta í gamlan lóðpott í logo-inu
Eldstæðið er einkaframtak og hugmynd frumkvöðulsins Evu Michelsen. Hugmyndin kom til eftir að Eva hafði verið í vandræðum með aðstöðu og sá sambærilegt fyrirkomulag í Bandaríkjunum haustið 2017.
Um Evu
Eva þekkir vel til veitingabransans, faðir hennar Páll Michelsen bakari starfaði með afa hennar Evu, Má Michelsen bakara sem rak Másbakarí í Þorlákshöfn í aldarfjórðung við góðan orðstír. Þar starfaði Eva ásamt stór hluti fjölskyldunnar, en því var lokað þegar Már bakari fór á eftirlaun.
Eva hefur haldið úti kökublogginu Kökudagbókin í um 10 ár og framleitt konfekt, kökur og álíka sætabrauð undir Michelsen Konfekt.
Einnig kom hún að uppbyggingu á Húsi sjávarklasans út á Granda og var framkvæmdastjóri hússins, starfaði þar fyrstu 5 árin meðan það var allt að vaxa. Síðar kom hún að uppbyggingu Lífsgæðaseturs St. Jó á gamla St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, svo fátt eitt sé nefnt.
Karolina Fund söfnun – Meðal áheita er aðgangur að Eldstæðinu
Verkefnið hefur sett af stað fjáröflun gegnum Karolina Fund til að safna fyrir einni vinnustöð af fjórum sem koma til með að þjóna matarfrumkvöðlum og smáframleiðendum.
Söfnunin stendur til 15. júlí næstkomandi og eru áhugasamir hvattir til að heita á verkefnið inn á Karolina Fund, sjá hér.
Meðal áheita er aðgangur að Eldstæðinu á sérstökum kynningarverðum.
Heimasíða: www.eldstaedid.is
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






