Markaðurinn
Einstaklega vel heppnuð árshátíð hjá Garra
Garri heildverslun, sem fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu ári, bauð starfsfólki og mökum í árshátíðarferð til Belgíu í lok september. Tveir af stærstu birgjum Garra, Ardo og Vandemoortele, sem hafa höfuðstöðvar í Belgíu tóku einstaklega vel á móti þeim. Tveimur dögum var eytt í Brugge, mikilvægri hafnarborg í Vestur-Flæmingjalandi en árshátíðarkvöldið sjálft var í stærstu og fjölmennustu borg Belgíu, Antwerpen.
- Þessi húkkuðu sér far með traktornum…
- „Team Roger“
- Smá myndataka við akurinn
- Flottir starfsmenn Garra
- Svo eðlilegur
- Slegið á létta strengi
- Á leiðinni í skoðunarferð um svæðið…
- Hvernig virkar þessi sími?
- Grænmetisakrarnir eru í næsta nágrenni við Ardo til að hámarka gæði og ferskleika.
- Gott samstarf á milli Ardo og Garra hefur verið í mörg ár.
- Grænmetisbóndinn, sem er að þessu sinni að rækta rósakál, tók vel á móti starfsfólki Garra
- Eftir skoðunarferðina fengu starfsfólk Garra glæsilegan hádegisverð sem sýndi klárlega hversu fjölbreytt úrval af hágæða hráefnum Ardo býður upp á.
- Ardo er sífellt í vöruþróun til að mæta þörfum viðskiptavina sinna og hér kynnir Roger okkur fyrir ýmsum spennandi nýjungum frá Ardo.
- Ardo er í góðu sambandi við grænmetisbændur allt frá frjóvgun til uppskeru. Aðeins hágæða fræ eru sett niður til að uppskeran og gæði hennar verði ætíð eins og best gerist.
- Það líður ekki langur tími frá því að grænmetið er tekið upp og þangað til að það er komið í djúpfrystingu, sem að starfsfólk Garra fengu að sjá það með eigin augum.
Í ferðinni nutu starfsmenn allra þeirra helstu dásemda sem Belgía býður upp á í mat og drykk og heimsóttu meðal annars eitt elsta og virtasta brugghúsið í Brugge, De Halve Maan, sem er heimsþekkt fyrir hágæða bjórinn sinn. Jafnframt heimsóttu þau Ardo verksmiðjuna í Ardooie en Ardo er þekkt fyrir hágæða framleiðslu á frosnu grænmeti, ávöxtum og kryddum. Starfsfólk Garra fékk þar að skoða framleiðsluferlið allt frá því að grænmetið er tekið upp á ökrunum og þar til því er pakkað og flutt úr djúpfrystilager Ardo og til birgja út um allan heim.
- Á árshátíðinni
- Á árshátíðinni
- Á árshátíðinni
- Á árshátíðinni
- Þessi varð eftir ofan í vínkjallaranum…
- Magnús eldri og yngri ásamt Jan, forstjóra Ardo í miðjunni.
- Fordrykkur niðri í vínkjallaranum á veitingastaðnum þar sem árshátíðin var haldin.
- Filip Goethals og Bart De Grauwe frá Vandemoortele ásamt Magnúsi.
Hátindur ferðarinnar var árshátíðin sjálf sem var haldin á Huis De Colvenier, heimsklassa veitingastað í Antwerpen sem leggur mikla áherslu á heildar upplifun matargesta, með opnu eldhúsi þar sem gestir geta fylgst með kokkunum og hráum “rustic” vínkjallara þar sem gestum er boðið upp á fordrykk. Fulltrúar frá brauð – og bakkelsis framleiðandanum Vandemoortele, sem er eins og Ardo einn af stærstu birgjum Garra, voru með í för um kvöldið og skemmtu árshátíðargestir sér konunglega og nutu bæði mats og drykks jafnt við upplifun.

Nú þegar er 25% af orkunotkun Ardo framleidd á staðnum með því að endurnýta þær náttúruauðlindir sem falla til í framleiðslunni og framleiða úr þeim metangas. Markmið Ardo er að auka það jafnt og þétt næstu ár. Þessi mynd er af því svæði þar sem þessi endurvinnsla á sér stað og er umbreytt t.d. í gas. Það voru margir sem reyndu að halda inni í sér andanum þegar gengið var um þetta svæði því lyktin var ekki sú besta í heimi.
Að sögn Magnúsar R Magnússonar framkvæmdastóri Garra þá var ferðin einstaklega vel heppnuð og fróðleg.
Garri vill að lokum koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina fyrir biðlund meðan fyrirtækið var lokað.
Fleiri myndir frá árshátíðinni er hægt að skoða með því að smella hér.
Myndir: af facebook síðu Garra.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora