Markaðurinn
Einfaldur kjúklingaréttur með rjómabearnaise
Hér er á ferðinni ótrúlega góður kjúklingaréttur í rjómalagaðri bearnaisesósu sem kemur skemmtilega á óvart. Þennan er tilvalið að prófa við fyrsta mögulega tækifæri.
Einföld uppskrift dugar fyrir 4.
4 stk. kjúklingabringur
2 msk. smjör til steikingar
500 ml. matreiðslurjómi frá Gott í matinn
2 msk. dijon sinnep
4 tsk. estragon
4 tsk. bearnaise essens
2 msk. kjúklingakraftur (1 teningur)
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk
Tillaga að meðlæti
hrísgrjón, steikt eða ferskt grænmeti og heitt snittubrauð
Skref 1
- Hitaðu ofninn í 200°C.
- Brúnaðu kjúklinginn í smjöri á báðum hliðum.
- Kryddaðu með sjávarsalti og nýmöluðum pipar.
- Settu kjúklinginn í eldfast mót og bakaðu í 20 mínútur í ofni þar til hann er fulleldaður.
Skref 2
- Helltu matreiðslurjóma í djúpa pönnu, síðan sinnepi, estragoni, kjúklingakrafti og bernaise essens.
- Hitaðu upp að suðu, settu kjúklinginn út í og leyfðu að malla í 5 mínútur við lágan hita.
- Berðu réttinn fram með hrísgrjónum, steiktu eða fersku grænmeti og heitu snittubrauði.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?