Markaðurinn
Einfaldur kjúklingaréttur með rjómabearnaise
Hér er á ferðinni ótrúlega góður kjúklingaréttur í rjómalagaðri bearnaisesósu sem kemur skemmtilega á óvart. Þennan er tilvalið að prófa við fyrsta mögulega tækifæri.
Einföld uppskrift dugar fyrir 4.
4 stk. kjúklingabringur
2 msk. smjör til steikingar
500 ml. matreiðslurjómi frá Gott í matinn
2 msk. dijon sinnep
4 tsk. estragon
4 tsk. bearnaise essens
2 msk. kjúklingakraftur (1 teningur)
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk
Tillaga að meðlæti
hrísgrjón, steikt eða ferskt grænmeti og heitt snittubrauð
Skref 1
- Hitaðu ofninn í 200°C.
- Brúnaðu kjúklinginn í smjöri á báðum hliðum.
- Kryddaðu með sjávarsalti og nýmöluðum pipar.
- Settu kjúklinginn í eldfast mót og bakaðu í 20 mínútur í ofni þar til hann er fulleldaður.
Skref 2
- Helltu matreiðslurjóma í djúpa pönnu, síðan sinnepi, estragoni, kjúklingakrafti og bernaise essens.
- Hitaðu upp að suðu, settu kjúklinginn út í og leyfðu að malla í 5 mínútur við lágan hita.
- Berðu réttinn fram með hrísgrjónum, steiktu eða fersku grænmeti og heitu snittubrauði.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný