Markaðurinn
Einfaldur kjúklingaréttur með rjómabearnaise
Hér er á ferðinni ótrúlega góður kjúklingaréttur í rjómalagaðri bearnaisesósu sem kemur skemmtilega á óvart. Þennan er tilvalið að prófa við fyrsta mögulega tækifæri.
Einföld uppskrift dugar fyrir 4.
4 stk. kjúklingabringur
2 msk. smjör til steikingar
500 ml. matreiðslurjómi frá Gott í matinn
2 msk. dijon sinnep
4 tsk. estragon
4 tsk. bearnaise essens
2 msk. kjúklingakraftur (1 teningur)
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk
Tillaga að meðlæti
hrísgrjón, steikt eða ferskt grænmeti og heitt snittubrauð
Skref 1
- Hitaðu ofninn í 200°C.
- Brúnaðu kjúklinginn í smjöri á báðum hliðum.
- Kryddaðu með sjávarsalti og nýmöluðum pipar.
- Settu kjúklinginn í eldfast mót og bakaðu í 20 mínútur í ofni þar til hann er fulleldaður.
Skref 2
- Helltu matreiðslurjóma í djúpa pönnu, síðan sinnepi, estragoni, kjúklingakrafti og bernaise essens.
- Hitaðu upp að suðu, settu kjúklinginn út í og leyfðu að malla í 5 mínútur við lágan hita.
- Berðu réttinn fram með hrísgrjónum, steiktu eða fersku grænmeti og heitu snittubrauði.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya







