Smári Valtýr Sæbjörnsson
Ein stærsta hótelkeðja landsins til sölu
Hluthafar eignarhaldsfélagsins Keahótela, sem rekur samtals átta hótel víðsvegar um landið, meðal annars Hótel Borg og Apótek Hótel í Reykjavík, hafa sett félagið í söluferli. Á meðal þeirra sem áforma að selja hlut sinn í hótelkeðjunni er Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, en aðeins eru tæplega þrjú ár liðin síðan sjóðurinn festi kaup á 60 prósenta hlut í Keahótelum.
Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem er ráðgjafi seljenda við söluferlið en það hófst um miðjan síðasta mánuð, að því er fram kemur á visir.is sem fjallar ítarlega um söluferlið hér.
Mynd: keahotels.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk






