Smári Valtýr Sæbjörnsson
Dunkin´ Donuts á Laugavegi lokar
Rúm tvö ár eru síðan fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn var opnaður hér á landi og vakti sú opnun mikla athygli. Í dag eru staðirnir fimm talsins, en forsvarsmenn Dunkin´ Donuts á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að loka staðnum á Laugavegi frá og með 1. nóvember. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin byggi á því að rekstrartap sé á þessum stað, einkum vegna hás húsnæðiskostnaðar þar sem staðurinn er mjög stór í fermetrum talið.
„Þrátt fyrir að daglega sæki mikill fjöldi viðskiptavina staðinn þá ber reksturinn sig ekki í þessu húsnæði. Það að reka 350 fermetra kaffihús í miðbæ Reykjavíkur reyndist of kostnaðarsamt fyrir okkur og þess vegna er þessi ákvörðun tekin. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri annarra kaffihúsa Dunkin og munum við sem fyrr bjóða þar uppá góða vöru á hagstæðu verði“
, segir Sigurður.
Mynd: Smári
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna