Smári Valtýr Sæbjörnsson
Dunkin´ Donuts á Laugavegi lokar
Rúm tvö ár eru síðan fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn var opnaður hér á landi og vakti sú opnun mikla athygli. Í dag eru staðirnir fimm talsins, en forsvarsmenn Dunkin´ Donuts á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að loka staðnum á Laugavegi frá og með 1. nóvember. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi, segir í fréttatilkynningu að ákvörðunin byggi á því að rekstrartap sé á þessum stað, einkum vegna hás húsnæðiskostnaðar þar sem staðurinn er mjög stór í fermetrum talið.
„Þrátt fyrir að daglega sæki mikill fjöldi viðskiptavina staðinn þá ber reksturinn sig ekki í þessu húsnæði. Það að reka 350 fermetra kaffihús í miðbæ Reykjavíkur reyndist of kostnaðarsamt fyrir okkur og þess vegna er þessi ákvörðun tekin. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri annarra kaffihúsa Dunkin og munum við sem fyrr bjóða þar uppá góða vöru á hagstæðu verði“
, segir Sigurður.
Mynd: Smári
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum