Vertu memm

Frétt

Dominique Crenn: „Kokkarnir hérna á Íslandi eru mjög skapandi…“ – Videó

Birting:

þann

Reykjavík Edition - Dominique Crenn

Fyrsta konan sem hefur fengið þrjár Michelin stjörnur í Bandaríkjunum matreiddi kræsingar fyrir heppna gesti á Reykjavík Edition í gærkvöldi. Hin franska Dominique Crenn sem rekur veitingastaðinn Atelier Crenn í San Francisco í Bandaríkjunum.

„Það hefur verið draumur minn að koma til þessa fallega lands af ýmsum ástæðum, svo sem náttúrunnar. Ég held að allar manneskjur í heiminum ættu að koma hingað og sjá fegurðina og andagiftina hérna. Þetta er ótrúlegur staður,“

sagði Crenn í samtali við fréttastofu Stöðvar 2.

Veisluþjónusta

Crenn útbjó smárétti með íslenskum hráefnum. Vildi hún þakka fyrir veru sína með því.

„Kokkarnir hérna á Íslandi eru mjög skapandi og ég er spennt fyrir að smakka allt,“ segir Crenn.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið