Markaðurinn
Dásamlegar á veisluborðið
Það er gjarnan sagt að rósin sé drottning blómanna, enda er hún bæði fögur og ilmar dásamlega. Það sama má með góðri samvisku segja um Rjómakúlurósirnar sem birtast okkur í Kökubæklingi Nóa Síríus.
Dásamlegur bökunarilmurinn gefur fyrirheit um veisluna sem bragðlaukarnir eiga í vændum og fallegar rósirnar eru til prýði á hvaða veisluborði sem er. Ekki má svo gleyma karamellusósunni sem setur punktinn yfir hið margfræga i í þessari uppskrift sem eflaust mun gleðja margan sælkerann um hátíðarnar.
Rjómakúlurósir
Fjöldi 15 stk
Hráefni
Marengs
- 4 eggjahvítur
- 230 g púðursykur
Karamellusósa
- 150 g Nóa rjómakúlur
- 5 msk. rjómi
Fylling og skraut
- 50 g Síríus rjómasúkkulaði (smátt saxað)
- 500 ml þeyttur rjómi
- Nóa Kropp
Aðferð:
Marengs
- Hitið ofninn í 120°C.
- Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til topparnir halda sér.
- Setjið í sprautupoka með stórum stjörnustút og sprautið rósettur á bökunarpappír með jöfnu millibili. Uppskrift ætti að gefa um 30 rósettur sem gera 15 rjómakúlurósir.
- Bakið í 50 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna í ofninum í að minnsta kosti klukkustund áður en hann er opnaður.
Karamellusósa
- Útbúið karamellusósu með því að hita saman rjómakúlur og rjóma. Hrærið vel í allan tímann þar til úr verður slétt karamella. Leggið hana til hliðar á meðan annað er undirbúið.
Fylling og skraut
- Hrærið söxuðu rjómasúkkulaði saman við þeytta rjómann og setjið á milli tveggja rósetta.
- Setjið afganginn af rjómanum á toppinn á hverri rós og skreytið með Nóa Kroppi og karamellusósu.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?