Markaðurinn
Dásamlegar á veisluborðið
Það er gjarnan sagt að rósin sé drottning blómanna, enda er hún bæði fögur og ilmar dásamlega. Það sama má með góðri samvisku segja um Rjómakúlurósirnar sem birtast okkur í Kökubæklingi Nóa Síríus.
Dásamlegur bökunarilmurinn gefur fyrirheit um veisluna sem bragðlaukarnir eiga í vændum og fallegar rósirnar eru til prýði á hvaða veisluborði sem er. Ekki má svo gleyma karamellusósunni sem setur punktinn yfir hið margfræga i í þessari uppskrift sem eflaust mun gleðja margan sælkerann um hátíðarnar.
Rjómakúlurósir
Fjöldi 15 stk
Hráefni
Marengs
- 4 eggjahvítur
- 230 g púðursykur
Karamellusósa
- 150 g Nóa rjómakúlur
- 5 msk. rjómi
Fylling og skraut
- 50 g Síríus rjómasúkkulaði (smátt saxað)
- 500 ml þeyttur rjómi
- Nóa Kropp
Aðferð:
Marengs
- Hitið ofninn í 120°C.
- Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til topparnir halda sér.
- Setjið í sprautupoka með stórum stjörnustút og sprautið rósettur á bökunarpappír með jöfnu millibili. Uppskrift ætti að gefa um 30 rósettur sem gera 15 rjómakúlurósir.
- Bakið í 50 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna í ofninum í að minnsta kosti klukkustund áður en hann er opnaður.
Karamellusósa
- Útbúið karamellusósu með því að hita saman rjómakúlur og rjóma. Hrærið vel í allan tímann þar til úr verður slétt karamella. Leggið hana til hliðar á meðan annað er undirbúið.
Fylling og skraut
- Hrærið söxuðu rjómasúkkulaði saman við þeytta rjómann og setjið á milli tveggja rósetta.
- Setjið afganginn af rjómanum á toppinn á hverri rós og skreytið með Nóa Kroppi og karamellusósu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin