Vertu memm

Markaðurinn

Dásamlegar á veisluborðið

Birting:

þann

Rjómakúlurósir - Dásamlegar á veisluborðið

Rjómakúlurósir

Það er gjarnan sagt að rósin sé drottning blómanna, enda er hún bæði fögur og ilmar dásamlega. Það sama má með góðri samvisku segja um Rjómakúlurósirnar sem birtast okkur í Kökubæklingi Nóa Síríus.

Dásamlegur bökunarilmurinn gefur fyrirheit um veisluna sem bragðlaukarnir eiga í vændum og fallegar rósirnar eru til prýði á hvaða veisluborði sem er. Ekki má svo gleyma karamellusósunni sem setur punktinn yfir hið margfræga i í þessari uppskrift sem eflaust mun gleðja margan sælkerann um hátíðarnar.

Rjómakúlurósir

Fjöldi 15 stk

Hráefni

Marengs

  • 4 eggjahvítur
  • 230 g púðursykur

Karamellusósa

  • 150 g Nóa rjómakúlur
  • 5 msk. rjómi

Fylling og skraut

  • 50 g Síríus rjómasúkkulaði (smátt saxað)
  • 500 ml þeyttur rjómi
  • Nóa Kropp

Aðferð:

Marengs

  • Hitið ofninn í 120°C.
  • Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til topparnir halda sér.
  • Setjið í sprautupoka með stórum stjörnustút og sprautið rósettur á bökunarpappír með jöfnu millibili. Uppskrift ætti að gefa um 30 rósettur sem gera 15 rjómakúlurósir.
  • Bakið í 50 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna í ofninum í að minnsta kosti klukkustund áður en hann er opnaður.

Karamellusósa

  • Útbúið karamellusósu með því að hita saman rjómakúlur og rjóma. Hrærið vel í allan tímann þar til úr verður slétt karamella. Leggið hana til hliðar á meðan annað er undirbúið.

Fylling og skraut

  • Hrærið söxuðu rjómasúkkulaði saman við þeytta rjómann og setjið á milli tveggja rósetta.
  • Setjið afganginn af rjómanum á toppinn á hverri rós og skreytið með Nóa Kroppi og karamellusósu.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið