Markaðurinn
Dásamlegar á veisluborðið
Það er gjarnan sagt að rósin sé drottning blómanna, enda er hún bæði fögur og ilmar dásamlega. Það sama má með góðri samvisku segja um Rjómakúlurósirnar sem birtast okkur í Kökubæklingi Nóa Síríus.
Dásamlegur bökunarilmurinn gefur fyrirheit um veisluna sem bragðlaukarnir eiga í vændum og fallegar rósirnar eru til prýði á hvaða veisluborði sem er. Ekki má svo gleyma karamellusósunni sem setur punktinn yfir hið margfræga i í þessari uppskrift sem eflaust mun gleðja margan sælkerann um hátíðarnar.
Rjómakúlurósir
Fjöldi 15 stk
Hráefni
Marengs
- 4 eggjahvítur
- 230 g púðursykur
Karamellusósa
- 150 g Nóa rjómakúlur
- 5 msk. rjómi
Fylling og skraut
- 50 g Síríus rjómasúkkulaði (smátt saxað)
- 500 ml þeyttur rjómi
- Nóa Kropp
Aðferð:
Marengs
- Hitið ofninn í 120°C.
- Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til topparnir halda sér.
- Setjið í sprautupoka með stórum stjörnustút og sprautið rósettur á bökunarpappír með jöfnu millibili. Uppskrift ætti að gefa um 30 rósettur sem gera 15 rjómakúlurósir.
- Bakið í 50 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna í ofninum í að minnsta kosti klukkustund áður en hann er opnaður.
Karamellusósa
- Útbúið karamellusósu með því að hita saman rjómakúlur og rjóma. Hrærið vel í allan tímann þar til úr verður slétt karamella. Leggið hana til hliðar á meðan annað er undirbúið.
Fylling og skraut
- Hrærið söxuðu rjómasúkkulaði saman við þeytta rjómann og setjið á milli tveggja rósetta.
- Setjið afganginn af rjómanum á toppinn á hverri rós og skreytið með Nóa Kroppi og karamellusósu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum