Frétt
COVID-19: gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir framlengd um tvær vikur
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Almennar fjöldatakmarkanir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hraðprófsviðburðum, áfram gilda 1 metra nálægðarmörk, reglur um grímunotkun o.s.frv.
Sjá einnig:
Þessi ákvörðun er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að viðhalda óbreyttum takmörkunum í ljósi óvissu um þróun faraldursins, ekki síst vegna tilkomu Ómíkron-afbrigðis kórónaveirunnar.
Heilbrigðisráðherra segist sammála sóttvarnalækni um að ekki sé tímabært að slaka á sóttvarnaráðstöfunum í ljósi þessarar óvissu. Grannt sé fylgst með þróun faraldursins hérlendis og erlendis og nánari upplýsinga beðið um eiginleika Ómíkron afbrigðisins og hvort eða hve mikil ógn stafar af því.
„Við bindum miklar vonir við að hægt sé að slaka á takmörkunum fyrr ef gögn um Ómíkron benda til þess að það sé óhætt. Þangað til þurfum við að verja heilbrigðiskerfið og tryggja fólki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Við sjáum að nágrannaþjóðir okkar, ekki síst Danir og Norðmenn eiga í vök að verjast þar sem smitum fjölgar nú hratt.
Hér er faraldurinn hins vegar á hægri niðurleið sem bendir til þess að herðing á sóttvarnareglum sem tóku gildi 13. nóvember síðastliðinn hafi skilað árangri.”
segir ráðherra.
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







