Keppni
Christopher William Davidsen verður yfirdómari í Kokkur ársins 2018
Christopher William Davidsen verður yfirdómari í Kokkur ársins 2018. Christopher er einn færustu kokka Noregs er silfurverðlaunahafi í Bocuse d´Or keppninni 2017 ásamt því að hafa á löngum keppnisferli unnið til verðlauna sem meðal annars besti kokkur Noregs, verið valinn Global Chef og unnið til verðlauna með Norska Kokkalandsliðinu. Christopher starfar hjá sögufræga Brittania hótelinu í Þrándheimi sem opnar eftir gagngerar endurbætur 2019.
Úrslit í Kokkur ársins fara fram í Hörpu 24. febrúar að undangenginni forkeppni. Faglærðir matreiðslumenn með sveinspróf sem sækjast eftir titlinum skulu senda inn uppskrift ásamt mynd af réttunum.
Lokafrestur til að skila inn uppskrift og mynd er á miðnætti 5. febrúar.
Keppandi skilar uppskriftum af 3 litlum forréttum fyrir 8 manns, hver réttur skal vega 60 grömm, innihalda ákveðin skylduhráefni og a.m.k. einn réttur skal vera heitur.
Réttur 1 fiskréttur: Ýsa að lágmarki 40%
Réttur 2 grænmetisréttur, má innihalda egg og mjólkurvörur „ovo-lacto“: Rófur að lágmarki 40%
Réttur 3 Kjötréttur: Grísakinn og kjúklingaskinn að lágmarki 40%
Lokafrestur til að skila inn uppskrift og mynd er á miðnætti 5. febrúar á netfangið [email protected]
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






